Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 18
I þessu sambandi koma mér í hug hákarlaveiðar íslendinga á
opnum skipum, sem eru nú með öllu lagðar niður og verða aldrei
teknar upp í sömu mynd. Þessum atvinnuvegi hefur aldrei verið
lýst tæknifræðilega, og er hann þó mjög merkilegur. — Fjöldi
verkfæra, vinnubragða og handtaka, orða og orðatiltækja, voru
tengd við þessa grein sjómennskunnar. Aðeins örfáir menn
kunna enn skil á þeim, og fækkar þeim óðum með hverju ári, sem
líður. Menningarsögulega séð er stór fengur að safni, sem sýnir
atvinnuháttu forfeðranna: ekkert tól eða verkfæri, nöfn á þeim
né lýsing á því, hvernig þau voru notuð, mega lengur glatast fyrir
augum vorum. Allt þetta eru mikilsverð og ómetanleg gögn til
þess að skilja' menningu og lífskjör þjóðarinnar. Það er ekki
tungan ein, sem geymir ,,trú og vonir landsins sona“, heldur
einnig öll þau tæki, verkfæri og vinnuaðferðir, sem þeir hafa
beitt og fundið upp. Þau eru engu síður ávöxtur andlegs lífs en
stökur og þjóðsögur, sem vér höfum lagt mikla rækt við að safna.
I Ófeigsfirði á Ströndum stendur uppi opið hákarlaskip, mér
vitanlega hið eina, sem til er á öllu landinu. Skip þetta er svo
rammíslenskt sem getur verið. Ófeigur var smíðaður árið 1875 úr
rekaviði, og var eigandi hans og formaður hinn víðkunni dugn-
aðarmaður Guðmundur Pétursson, bóndi í Ófeigsfirði, sem
látinn er fyrir nokkrum árum í hárri elli. Jón Jónsson
„smiður“ (bróðir Hjálmars Johnsen, er lengi var kaupmaður í
Kaupmannahöfn) smíðaði Ófeig, eins og flest önnur hákarlaskip
á Ströndum á seinni hluta 19. aldar. Guðmundur Pétursson sló
sjálfur allan sauminn í skipið og aðstoðaði Jón við smíði þess.
Segl voru úr vaðmáli, og allur annar útbúnaður íslenskur.
Ófeigur bar 56 tunnur lifrar utan af miðum, en oft var róið um
20—25 sjómílur undan Krossnessbala. — Lengd skipsins er um
11.95 metrar og mesta breidd um 3.05 metrar. Ófeigi var róið
samfleytt í hákarl á hverjum vetri fram til ársins 1915, en í
síðasta sinn var farið í hákarlalegu á opnu skipi á Ströndum árið
1916.
Skipi þessu, sem nú er í eigu Péturs bónda í Ófeigsfirði, sonar
Guðmundar Péturssonar, þyrfti endilega að forða frá eyðilegg-
ingu. Það á að geymast í sjóminjasafni Islendinga, með öllum
16