Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Síða 18

Strandapósturinn - 01.06.1976, Síða 18
I þessu sambandi koma mér í hug hákarlaveiðar íslendinga á opnum skipum, sem eru nú með öllu lagðar niður og verða aldrei teknar upp í sömu mynd. Þessum atvinnuvegi hefur aldrei verið lýst tæknifræðilega, og er hann þó mjög merkilegur. — Fjöldi verkfæra, vinnubragða og handtaka, orða og orðatiltækja, voru tengd við þessa grein sjómennskunnar. Aðeins örfáir menn kunna enn skil á þeim, og fækkar þeim óðum með hverju ári, sem líður. Menningarsögulega séð er stór fengur að safni, sem sýnir atvinnuháttu forfeðranna: ekkert tól eða verkfæri, nöfn á þeim né lýsing á því, hvernig þau voru notuð, mega lengur glatast fyrir augum vorum. Allt þetta eru mikilsverð og ómetanleg gögn til þess að skilja' menningu og lífskjör þjóðarinnar. Það er ekki tungan ein, sem geymir ,,trú og vonir landsins sona“, heldur einnig öll þau tæki, verkfæri og vinnuaðferðir, sem þeir hafa beitt og fundið upp. Þau eru engu síður ávöxtur andlegs lífs en stökur og þjóðsögur, sem vér höfum lagt mikla rækt við að safna. I Ófeigsfirði á Ströndum stendur uppi opið hákarlaskip, mér vitanlega hið eina, sem til er á öllu landinu. Skip þetta er svo rammíslenskt sem getur verið. Ófeigur var smíðaður árið 1875 úr rekaviði, og var eigandi hans og formaður hinn víðkunni dugn- aðarmaður Guðmundur Pétursson, bóndi í Ófeigsfirði, sem látinn er fyrir nokkrum árum í hárri elli. Jón Jónsson „smiður“ (bróðir Hjálmars Johnsen, er lengi var kaupmaður í Kaupmannahöfn) smíðaði Ófeig, eins og flest önnur hákarlaskip á Ströndum á seinni hluta 19. aldar. Guðmundur Pétursson sló sjálfur allan sauminn í skipið og aðstoðaði Jón við smíði þess. Segl voru úr vaðmáli, og allur annar útbúnaður íslenskur. Ófeigur bar 56 tunnur lifrar utan af miðum, en oft var róið um 20—25 sjómílur undan Krossnessbala. — Lengd skipsins er um 11.95 metrar og mesta breidd um 3.05 metrar. Ófeigi var róið samfleytt í hákarl á hverjum vetri fram til ársins 1915, en í síðasta sinn var farið í hákarlalegu á opnu skipi á Ströndum árið 1916. Skipi þessu, sem nú er í eigu Péturs bónda í Ófeigsfirði, sonar Guðmundar Péturssonar, þyrfti endilega að forða frá eyðilegg- ingu. Það á að geymast í sjóminjasafni Islendinga, með öllum 16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.