Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 36

Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 36
staðsett svo að segja í öðrum enda félagssvæðisins, og mátti það e.t.v. til sanns vegar færa, því að félagið náði aldrei lengra en út í miðjan Bæjarhrepp. Líklega hefur lega hússins valdið þvi, að Staðhreppingar gengu flestir eða allir úr félaginu á næstu árum eftir að húsið var byggt. Þó svo færi, að málfundafélagið færðist algerlega yfir í Bæjarhrepp, var alveg útilokað, að félagssvæði þess næði yfir allan hreppinn, bæði með tilliti til vegalengda og legu samkomuhússins. Því varð það, að ytri hluti Bæjarhrepps varð afskiptur, hvað þetta snerti. Á þessum tímum var allmargt fólk, á flestum bæjum í sveit- inni, er þess var albúið að taka til starfa undir merki ung- mennafélaganna, en að ýmsu þurfti að hyggja, áður en sú hug- sjón væri framkvæmd. Það var því gæfuspor fyrir sveitarfélagið, þegar Guðlaugur Jónsson á Kolbeinsá braut ísinn veturinn 1924—1925 með því að leita eftir undirtektum manna um stofnun ungmennafélags. Aðalforgöngumaður um félagsstofn- unina ásamt Guðlaugi, var Sæmundur Guðjónsson í Heydal. Eftir að nokkur könnun hafði farið fram við mjög góðar undir- tektir, ákváðu þeir félagar, Guðlaugur og Sæmundur, að boða til stofnfundar ungmenna- eða málfundarfélags. Fundarboðið var dagsett 13. apríl 1925 og kvað á um, að það skyldi ganga um úthreppinn og inn að Ljótunnarstöðum, og þar var tekið fram, að rætt yrði um stofnun ungmenna- eða málfundafélags. Fundur þessi var haldinn að Borgum 18. apríl 1925, og mættu á honum 13 manns. Tekið var fram í fundargerð, að búizt hefði verið við meiri þátttöku á fundinum, en sérstakar ástæður, veikindaforföll, hefðu verið fyrir hendi. Þeir Guðlaugur og Sæmundur reifuðu málið og röktu sögu ungmennafélaganna og helztu atriðin i starfsemi þeirra og bentu á þörfina fyrir slíkan félagsskap hér. Eftir nokkrar jákvæðar umræður, var borin fram tillaga um stofnun ungmennafélags, og var hún samþykkt með tólf atkvæðum gegn einu. Því næst var lagt fyrir fundinn upp- kast að lögum félagsins, en það tekið fram að réttast væri að fela væntanlegri stjórn að undirbúa lög fyrir félagið og leggja fyrir næsta fund, þar sem fundarboðendur hefðu ekki haft neina fyrirmynd frá ungmennafélagi að þessu uppkasti. Því næst var 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.