Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 36
staðsett svo að segja í öðrum enda félagssvæðisins, og mátti það
e.t.v. til sanns vegar færa, því að félagið náði aldrei lengra en út í
miðjan Bæjarhrepp. Líklega hefur lega hússins valdið þvi, að
Staðhreppingar gengu flestir eða allir úr félaginu á næstu árum
eftir að húsið var byggt. Þó svo færi, að málfundafélagið færðist
algerlega yfir í Bæjarhrepp, var alveg útilokað, að félagssvæði
þess næði yfir allan hreppinn, bæði með tilliti til vegalengda og
legu samkomuhússins. Því varð það, að ytri hluti Bæjarhrepps
varð afskiptur, hvað þetta snerti.
Á þessum tímum var allmargt fólk, á flestum bæjum í sveit-
inni, er þess var albúið að taka til starfa undir merki ung-
mennafélaganna, en að ýmsu þurfti að hyggja, áður en sú hug-
sjón væri framkvæmd. Það var því gæfuspor fyrir sveitarfélagið,
þegar Guðlaugur Jónsson á Kolbeinsá braut ísinn veturinn
1924—1925 með því að leita eftir undirtektum manna um
stofnun ungmennafélags. Aðalforgöngumaður um félagsstofn-
unina ásamt Guðlaugi, var Sæmundur Guðjónsson í Heydal.
Eftir að nokkur könnun hafði farið fram við mjög góðar undir-
tektir, ákváðu þeir félagar, Guðlaugur og Sæmundur, að boða til
stofnfundar ungmenna- eða málfundarfélags. Fundarboðið var
dagsett 13. apríl 1925 og kvað á um, að það skyldi ganga um
úthreppinn og inn að Ljótunnarstöðum, og þar var tekið fram,
að rætt yrði um stofnun ungmenna- eða málfundafélags.
Fundur þessi var haldinn að Borgum 18. apríl 1925, og mættu
á honum 13 manns. Tekið var fram í fundargerð, að búizt hefði
verið við meiri þátttöku á fundinum, en sérstakar ástæður,
veikindaforföll, hefðu verið fyrir hendi. Þeir Guðlaugur og
Sæmundur reifuðu málið og röktu sögu ungmennafélaganna og
helztu atriðin i starfsemi þeirra og bentu á þörfina fyrir slíkan
félagsskap hér. Eftir nokkrar jákvæðar umræður, var borin fram
tillaga um stofnun ungmennafélags, og var hún samþykkt með
tólf atkvæðum gegn einu. Því næst var lagt fyrir fundinn upp-
kast að lögum félagsins, en það tekið fram að réttast væri að fela
væntanlegri stjórn að undirbúa lög fyrir félagið og leggja fyrir
næsta fund, þar sem fundarboðendur hefðu ekki haft neina
fyrirmynd frá ungmennafélagi að þessu uppkasti. Því næst var
34