Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 88

Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 88
að rista ekki dýpra en í mænu. Það var gert þannig, að örþunnt brjósklag var skilið eftir á lykkjunni, og var það gert í tvennum tilgangi. Fyrst var, að þá tognaði lykkjan svo til ekki neitt og varð mikið þykkri þegar hún þornaði, hitt var, að utan á lykkjuna kom þurrkhúð, sem þurfti að skera burt þegar hákarl var borð- aður. Þessi þurrkhúð var kölluð para, en við það, að brjóskhúðin var utan á lykkjunni, fór minna í pöruna og nýttist hákarlinn betur með þessari aðferð. Ef um stóran hákarl var að ræða, var venja að kljúfa stærstu lykkjurnar eftir mænu og miðjum hrygg. Þetta urðu löguleg stykki, sem lögðust vel saman í kösinni og voru skemmtileg söluvara. Þá voru það lundirnar, sem liggja meðfram hryggnum, sem þurfti að hreinsa mjög vel burtu. Þær urðu líkastar lifrargrút, þegar þær fóru að grotna. Þá skemmdu þær hákarlinn og gerðu hann útlitsljótan. Það þarf að gæta hákarlsins vel fyrir óþarfa hnífsstungum, goggs- og ífærugötum, því það býður hættunni heim, þar sem er maðkurinn, fyrir utan aðrar skemmdir og lýti. Nauðsynlegt er að þvo vel af hákarlinum öll óhreinindi áður en hann fer í kösina, sem þarf að gerast eins fljótt og hægt er á meðan hann er alveg nýr, því það hefur byrjunaráhrif á góða verkun. Hákarl þarf að vera í kösun minnst 6 vikur og allt upp í 12 vikur. í hákarlinum eru seigar sinar, sem verða að leysast sundur, svo hann verði jafnmeyr, lyktsterkur og bragðgóður, það er hinn rétti skyrhákarl. Þegar hákarl var tekinn úr kösun og settur upp í hjall til þurrkunar, varð það að gerast fyrir maðkatímann. Best var að velja þannig veður, að strekkingsvindur væri á og ekki sólskin, þá þornaði hann fljótar að utan og engin hætta á, að hann sól- soðnaði. Hver einstök lykkja var tekin og þvegin með bursta, vatn var haft í tveim ílátum og hákarlinn þveginn úr tveimur vötnum svo hann yrði vel hreinn. Að því loknu var lykkjan látin á rá og hengd upp i hjall. Þessar rár voru sterklegar, því þó ekki væru að jafnaði nema 6 til 8 lykkjur á rá, þá var það allmikill þungi. Lykkjurnar snéru allar eins á ránni og ráin látin þannig í 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.