Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 64

Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 64
tog og komst með hann alla leið inn á Bolungarvík, en þá var kominn svo mikill leki að Máfnum, að hann var kominn að því að sökkva, en Bárði tókst að bjarga áhöfninni þó veðrið væri afskaplega vont, og þegar síðasti maðurinn náðist um borð í Dúfuna, sökk Máfurinn. Við, sem horfðum á úr landi, sáum ekki hvort allir björguðust, en Dúfan hleypti, eins og hinir bátarnir, inn á ísafjörð. Brimið var svo mikið í Bolungarvík, að með öllu var ólendandi þar. Mikill ótti var hjá öllum í Bolungarvík, að slys hefði orðið. Þá var ekki kominn sími eða vegir, sem flýtt gátu fvrir að fréttir bærust. Eins og að líkum lætur, voru allir hraktir og þreyttir, er þeir náðu landi á Isafirði, og enginn tók í mál að fara fótgangandi í foraðsveðri alla leið út í Bolungarvík með fréttir af bátunum. Þá var það, að Ari Magnússon, pabbi minn, lagði af stað úteftir. Ekki hefur Oshlíð verið árennileg í svona veðri, þar sem búast mátti við ofanfalli og skriðugangi, í roki og rigningu, en hann lét það ekki hefta ferð sína. Hann kom út í Bolungarvík klukkan 3 um nóttina, en Máf- urinn sökk um miðjan dag. Allir glöddust við að fá fréttirnar og rómuðu mjög dugnað og viljafestu Ara. Síðast var Ari formaður árið 1929 á litlum bát, sem hann átti Þá átti hann heima á Drangsnesi við Steingrimsfjörð. Háseti hjá honum var þá Einar Guðmundsson, og var hann búinn að vera háseti hjá Ara áður. Sjöunda ágúst þ. á. réri Ari og lagði línuna innan við Grímsey. Þá renndi á með aftaka suðvestan rok, er þeir voru að draga línuna, og fengu þeir við ekkert ráðið í slíkum veðurofsa. Þá vildi svo til, að Hjalti Steingrímsson frá Hólmavík var á leið á bát sínum ,,Geir“, sem var dekkbátur, út í Grímsey að athuga vitann á eynni. Þá kom Hjalti auga á lítinn bát, sem hraktist undan veðrinu og var rétt kominn að því að sökkva. Hjalti brá fljótt við og tókst að bjarga mönnunum, (sem voru Ari og Einar), á síðustu stundu, því bátnum hvolfdi og rak á hvolfi út á Húnaflóa. (Bátinn rak all-löngu seinna á Nesströnd i norðan garði og stór- brimi og fór þar í spón). 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.