Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 49
Huldufólk mun ekki eiga heima í klettum og hólum, eins og
almennt hefur verið álitið, heldur er hér um að ræða fólk, sem
heima á á einhverjum öðrum hnetti. Um aldir höfum við Is-
lendingar haft mikil sambönd við þetta fólk, sem í rauninni
hefur verið sambandsþjóð okkar. Lífshættir þess og menning
hefur verið hliðstæð okkar, og þó fremri um sumt. Vegna fjar-
geislunar hefur þetta fólk stundum getað birst okkur, ýmist í
fjarsýn eða jafnvel sem líkamaðar verur í návist okkar.
Lífgeislasambönd eru það, sem hér hafa verið að verki og gert
það mögulegt að sjá þetta fólk og kynnast því á ýmsan hátt.
A ótölulegum fjölda jarðstjarna í öðrum sólhverfum alheims-
ins þróast lífið fram á svipaðan hátt og hér á okkar jörð. Það eru
frumlífshnettir, eins og okkar reikistjarna er, og fóstra mannkyn,
sem sum hver eru á mjög svipuðu þróunar- og þroskastigi og
mannkyn okkar jarðar. Einstaklingar þessara mannkynja fæðast
af foreldrum, eins og hér gerist og er ævi þeirra lýkur á þeim
hnetti líða þeir fram til einhvers framlífshnattar, þar sem lífið er
samstilltara tii ills eða góðs, heldur en er hjá frumlífsmann-
kynjum.
Frá hverri lífveru stafar geislun, og þessi lífgeislun leitast við
að endurskapa þá lífveru, sem hún stafar frá, á öðrum stað, þar
sem skylt aflsvæði er fyrir hendi.
Lífsamband á sér stað milli manna, hvort sem þeir eiga heima
á sama hnettinum eða hver á sínum hnetti. Fjarsýnir eru því
algengar. Draumsýnir eru ævinlega fjarsýnir. Sá sem dreymir,
sér með augum vakandi manns. Ófreskir menn sjá sýnir í vak-
andi ástandi.
Þegar einhver sér huldufólk og álfa þá er það venjulega svo að
um fjarsýn er að ræða. Hann sér þetta fólk í hinum raunverulegu
heimkynnum þess á öðrum stjörnum. En af því að sjáandinn er
vakandi, er honum gefur slíka sýn, sér hann jafnframt og skynjar
sitt eigið umhverfi að meira eða minna leyti. Hólar og klettar í
eigin umhverfi blandast þá sýninni, svo að hús og heimili
„huldufólksins“, sem heima á í órafjarlægð virðist þá renna
saman við kletta þá eða hóla, sem eru í nálægð sjáandans. Og
vegna þess að sjáandinn er undir sterkum áhrifum eða eins og í
47