Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 14
inn, en pottarnir sprungnir og einn alveg botnlaus. Þetta voru
samt góðir gripir og fáséðir núorðið, og leyfði Þorsteinn á Finn-
bogastöðum meir en fúslega að safnið á Reykjum eða væntan-
legt sjóminjasafn fengi sáinn og pottana. Það hafði reyndar lengi
verið talað um að reyna með einhverjum ráðum að koma sánum
inn að Reykjum, þótt ekki yrði af því.
Stóri sárinn í Ófeigsfirði, sem rúmaði 20 tunnur lifrar, var nú
fallinn í stafi. Gjarðirnar, sem voru flestar úr tré en aðeins ein
járngjörð, höfðu brostið og sárinn því hrunið saman. En einsýnt
var að bjarga yrði spýtunum, því að setja mætti sáinn saman og
koma honum i upphaflegt form. Það var lika auðsótt hjá
Guðmundi Péturssyni í Ófeigsfirði og hann sá síðan um að flytja
partana úr sánum að Eyri í Ingólfsfirði. í Ófeigsfirði er einnig
stór og mikill bræðslupottur frá útgerð Ófeigs, en hann verður
ekki fluttur fyrr en bílvegur kemur í Ófeigsfjörð og hægt að taka
hann þannig.
Það var greinilegt, að bregða þyrfti skjótt við og sækja þessa
hluti og koma þeim undir þak áður en þeir gengju enn meira úr
sér. Því var það, að Pétur G. Jónsson vélvirki í Kópavogi réðst í
það að fara norður á Strandir á vörubíl, sem hann hafði umráð
yfir, og sækja þessa hluti. Með honum fór Þorsteinn Jónsson,
ungur námsmaður í fornleifafræði, og að auki lið galvaskra lög-
regluþjóna, og þeir sóttu sáinn og pottana stóru og fóru með í
safnið á Reykjum. — Þeir fóru einnig aðra ferð að Kjörvogi og
sóttu þangað gamlar bátavélar, glóðarhausmótora, sem eru nú
orðnir fáséðir.
Með þessu var bjargað merkilegum hlutum, sem hafa mikið
minjagildi og lýsa einum þætti þessa bjargræðisvegar, sem há-
karlaveiðin var norður þar á síðustu öld. Sáina hafa þeir smíðað
heimamenn og er ekki ólíklegt, að stóri sárinn í Ófeigsfirði sé
jafngamall Ófeigi. Mér er að vísu ókunnugt um hákarlaveiðar
frá Ófeigsfirði fyrir daga skipsins Ófeigs, en líklegt má telja, að
þaðan hafi skip gengið áður til hákarlaveiða eins og frá öðrum
stöðum norður þar.
Nú er orðið þröngt um í Ófeigsskála á Reykjum, enda var
hann upphaflega einkum hugsaður til að hýsa Ófeig og einn bát
12