Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 39
Valdimar Tómasson, Kollsá,
Eysteinn Einarsson, Stóru-Hvalsá,
Skúli Guðjónsson, Ljótunnarstöðum.
Næsti fundur í Ungmennafélaginu Hörpu, var haldinn að
Kolbeinsá 7. febrúar 1926, og lagði húsbyggingarnefnd þar fram
álit sitt í allfastmótaðri tillögu , sem var svohljóðandi:
1. Að reist yrði á komandi vori samkomuhús, 8X12 álnir að
stærð, þó því aðeins, að áætlað verð þess fari ekki fram úr kr.
3.000.00.
2. Að húsið yrði reist að Borgum, ef hægt yrði að komast að
hagfelldum samningum við ábúanda jarðarinnar.
Einnig var lögð fram kostnaðaráætlun, og samkvæmt henni átti
aðkeypt efni, ekki að fara fram úr kr. 2.000.00. Allmiklar um-
ræður urðu um húsbyggingarmálið, og var áhugi mikill og al-
mennur um að koma húsinu upp á árinu. Rætt var um fjáröfl-
unarleiðir fyrir félagið vegna húsbyggingarinnar, og í því sam-
bandi lagði formaður fram ábyrgðarskjal, er fól það í sér, að
félagsmenn ábyrgðust lán þau, er félagið yrði að taka, og fór
hann fram á, að félagsmenn rituðu nöfn sín undir það.
Á fundinum rituðu allir fundarmenn, er aldur höfðu til,
nöfn sín undir skjalið, og voru tillögur nefndarinnar samþykktar
í einu hljóði. Annað mál á þessum fundi, var að lesið var í fyrsta
sinn úr blaði félagsins ,,Hvöt“, að lokum flutti fundanefnd mál
sín.
Næsti fundur í ungmennafélaginu er haldinn, 18. júlí 1926, í
hinu nýbyggða húsi félagsins að Borgum. Að visu var húsið ekki
fullbyggt, en þó orðið fokhelt og búið að setja í það trégólf. Það er
eftirtektarvert, hvað hér er rösklega gengið til verka, þegar ekki
líða nema rúmir fimm mánuðir frá því samþykkt er gerð um
húsbyggingu, þar til húsið er risið, og hygg ég, að það séu fá
dæmi um slíkan hraða í byggingarframkvæmdum eins og hér
átti sér stað. Þetta sýnir okkur einnig, hvað vilji brautryðjenda
Hörpu var samstilltur og framkvæmdaáhugi mikill. Fundur
þessi var mjög fjölmennur og nokkrir nýir félagar bættust við.
37