Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 79
greinilega, að þetta gat ekki verið hundur. Var vera þessi spöl-
korn á undan afa, á að giska um 10—15 metra, en vegalengdin
frá okkur til þeirra var um 300—400 metrar. Fylgdumst við alla
tíð með ferðum þeirra, meðan þeir gengu heim sandinn, sjálfsagt
2—3 mínútur, eða þangað til þeir hurfu undir Leitið. Hlupum
við krakkarnir þegar fram á leitisbrúnina, en þá var fylginautur
afa horfinn.
Þegar afi kom, spurðum við hann um, hvort nokkur hefði
verið með honum, en hann kvað nei við. Sögðum við honum þá
frá því, sem við höfðum séð, en hann varð fár við og bað okkur að
vera ekki með þetta rugl. Annað heimilisfólk tók í sama streng og
snupraði okkur fyrir að vera að ljúga upp draugasögum. Okkur
sárgramdist, þegar sagt var, að þetta hefði verið einhver „vit-
leysa í augunum á okkur“. Við höfðum öll horft á þetta góða
stund, en ekki séð þessu aðeins bregða fyrir. Við Stína fengum
einhvern heimamanna til þess að fara með okkur inn á sand, og
athuguðum við vandlega spor í snjónum. Var aðeins að sjá slóð
afa fram og aftur í nýfallinni mjöllinni. Hundurinn hafði ekki
fylgt honum, enda sáust engin spor eftir hann. Þá vil ég geta þess,
að ekki gat verið um skugga að ræða. Bæði var birtan svo jöfn og
dauf, að ekki bar á skuggum, og svo var afi frá okkur að sjá
nokkurn veginn í vestur og hefði því skuggi af honum átt að falla
skáhallt aftur fyrir hann, en því fór fjarri, að afstaðan milli afa og
fylginautar hans væri á þann veg.
Afa mínum fylgdi draugur sá, er Seljanessmóri er nefndur
(Einnig er hann kallaður Reykjarfjarðarmóri, Ingólfsfjarðar-
móri, Fellsmóri og Ófeigsfjarðarmóri). Var hann sendur afa afa
míns, Óla Jenssyni Víborg, sennilega litlu fyrir 1840. Gat Óli
dasað drauginn, en ekki komið honum af sér að fullu. Hefur
hann verið glettinn, en meinlítill. Á hann að fylgja afkomendum
Óla í 9. lið, og nú er hann mjög tekinn að dofna. Skyggnir menn
hafa stundum orðið hans varir á undan mér, sem þessa frásögu
rita; og við einn afkomanda Óla hefur hann nýlega haft í frammi
ýmsar glettur, sem væru vissulega í frásögur færandi. Guðmundi
Ólasyni, afa mínum, var lítið um Móra gefið og taldi sagnir um
hann hjátrú og hindurvitni. En grunur minn er samt sá, að undir
77