Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Side 79

Strandapósturinn - 01.06.1976, Side 79
greinilega, að þetta gat ekki verið hundur. Var vera þessi spöl- korn á undan afa, á að giska um 10—15 metra, en vegalengdin frá okkur til þeirra var um 300—400 metrar. Fylgdumst við alla tíð með ferðum þeirra, meðan þeir gengu heim sandinn, sjálfsagt 2—3 mínútur, eða þangað til þeir hurfu undir Leitið. Hlupum við krakkarnir þegar fram á leitisbrúnina, en þá var fylginautur afa horfinn. Þegar afi kom, spurðum við hann um, hvort nokkur hefði verið með honum, en hann kvað nei við. Sögðum við honum þá frá því, sem við höfðum séð, en hann varð fár við og bað okkur að vera ekki með þetta rugl. Annað heimilisfólk tók í sama streng og snupraði okkur fyrir að vera að ljúga upp draugasögum. Okkur sárgramdist, þegar sagt var, að þetta hefði verið einhver „vit- leysa í augunum á okkur“. Við höfðum öll horft á þetta góða stund, en ekki séð þessu aðeins bregða fyrir. Við Stína fengum einhvern heimamanna til þess að fara með okkur inn á sand, og athuguðum við vandlega spor í snjónum. Var aðeins að sjá slóð afa fram og aftur í nýfallinni mjöllinni. Hundurinn hafði ekki fylgt honum, enda sáust engin spor eftir hann. Þá vil ég geta þess, að ekki gat verið um skugga að ræða. Bæði var birtan svo jöfn og dauf, að ekki bar á skuggum, og svo var afi frá okkur að sjá nokkurn veginn í vestur og hefði því skuggi af honum átt að falla skáhallt aftur fyrir hann, en því fór fjarri, að afstaðan milli afa og fylginautar hans væri á þann veg. Afa mínum fylgdi draugur sá, er Seljanessmóri er nefndur (Einnig er hann kallaður Reykjarfjarðarmóri, Ingólfsfjarðar- móri, Fellsmóri og Ófeigsfjarðarmóri). Var hann sendur afa afa míns, Óla Jenssyni Víborg, sennilega litlu fyrir 1840. Gat Óli dasað drauginn, en ekki komið honum af sér að fullu. Hefur hann verið glettinn, en meinlítill. Á hann að fylgja afkomendum Óla í 9. lið, og nú er hann mjög tekinn að dofna. Skyggnir menn hafa stundum orðið hans varir á undan mér, sem þessa frásögu rita; og við einn afkomanda Óla hefur hann nýlega haft í frammi ýmsar glettur, sem væru vissulega í frásögur færandi. Guðmundi Ólasyni, afa mínum, var lítið um Móra gefið og taldi sagnir um hann hjátrú og hindurvitni. En grunur minn er samt sá, að undir 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.