Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 53
haust-, vetrar- og vorvertíðum, frá haustleitum (réttum) til jóla á
Gjögri við Reykjarfjörð, og svo við Isafjarðardjúp frá áramótum
til páska, og á vorvertíð frá páskum, venjulega þar til ellefu vikur
af sumri, eða laugardag í tólftu viku sumars, sem þá voru
venjuleg vertíðarlok við ísafjarðardjúp. Var það háttur margra
manna við Steingrímsfjörð á þeim árum að haga verkum þann-
ig, að bændur kvenfólk og unglingar héldu heimilin, en fulltíða
menn, ef til voru, fóru til vers. Mátti þá oft sjá mannaferð um
Staðardal, er menn fóru til vers við Isafjarðardjúp, og sótt var að
þangað úr allri Strandasýslu, að minnsta kosti norður að Selá, og
á vorvertíð að nokkru leyti norðan Hrútafjarðar, einnig úr Mið-
firði og af Vatnsnesi.
Á árunum 1880—1886 reri Ari haustvertíðir á Gjögri norður á
báti frá Hrófbergi. Var á honum formaður Stefán Stefánsson frá
Hrófbergi og um tveggja ára skeið á Grænanesi. Var hann
venjulega nefndur yngsti Stefán. Röskur maður svo af bar og
fullhugi hinn mesti. Vorið 1887 var hann sjómaður á dekkbát frá
ísafirði er fórst með allri áhöfn, að því að talið er. Síðar kom þó á
það kvis nokkurt að lífs mundi Stefán hafa komist af, j)ví að
nokkrum árum síðar hitti Benedikt Jónatansson, þekktur maður
í þessu héraði, mann á ísafirði, sem hann ekki þekkti, er tók hann
tali og spurði margs héðan, sérstaklega frá Hrófbergi. Var maður
sá á skipi með Hollendingum, og er minnst varði var til hans
kallað og nefndur Steffens. Fór hann þá strax, en inn komst sú
trú eftir á hjá Benedikt, að maður þessi mundi hafa verið Stefán
frá Hrófbergi sá er talinn var dauður.
Árið 1889, og að minnsta kosti til vorsins 1894, er Ari vinnu-
maður á Hrófbergi tijá Magnúsi hreppstjóra Magnússyni. Var
hann á þeim árum formaður á báti fyrir Magnús, er orti þá um
hann þessa vísu.
Ari Magnúss arfi fær
oft að gagni róður,
kaðlavagni á vastir slær,
vel tilsagna góður.
51