Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 119
stað, hafði hún fylgdarmann með sér, en hann missti kjark eða
gafst upp og sneri við. Guðmundur Arngrímsson hét sonur
hennar, hið mesta karlmenni og dugnaðarmaður. Hann var
bóndi að Eyri í Ingólfsfirði og var faðir Guðjóns hreppstjóra á
Eyri og Ólafs og Jóns kaupsýslumanna í Reykjavik. Meðal barna
Guðmundar Jónssonar var Jón, er lengi bjó að Bjarnarnesi í
Grunnavíkurhreppi, og síðar verður vikið að í þessum þætti.
Guðmundur var greindur og vel að sér, en nokkuð forneskju-
legur. Hann var atorkusamur, góður sjómaður eins og margir
ættmenn hans, og vel bjargálna. Ganga ýmsar sögur af sérvizku
hans og kynlegum háttum og tilsvörum.
Þar sem Guðmundur var betur að sér en þorri alþýðumanna
var þá, var þrjózkum strákum oft komið á heimili hans til lær-
dóms, og þótti hann snillingur við slíka pilta. Námsgreinarnar
voru ekki aðrar en lestur, skrift, kristin fræði og e.t.v. eitthvað í
reikningi.
Ef Guðmundi þótti strákarnir ekki hafa lagt sig nægilega fram
við námið, var hann vanur að reisa krossa og krossfesta þá á
föstudaginn langa hvernig sem viðraði. Batt hann þá á krossana
eða rak nagla gegnum föt þeirra. Gekk svo Guðmundur um og
hæddi strákana og spottaði, líkt og gyðingar forðum endur-
lausnarann. Lét hann þá hanga á krossunum stundarkorn, og ef
þeir kveinkuðu sér, sagði hann: „Meira mátti frelsarinn líða“.
Mjög stranglega gekk Guðmundur eftir því, að fyrirmæli hans
væru rétt skilin og að þeim væri hlýtt. Eitt sinn fannst dauð mús
í bænum i Ingólfsfirði. Guðmundur bað þá strák nokkurn, sem
var til náms hjá honum, að taka músina og leggja hana á haug-
inn. Hann hlýddi undireins, tók músina og kastaði henni út á
haug. Guðmundur horfði á aðfarir hans og lét þegar vanþóknun
sína i ljós, þar sem hann hafði ekki unnið verkið eins og hann bað
hann um að gera það. Hann hafði beðið hann að leggja músina á
hauginn, en strákur hafði kastað henni á hauginn. Varð hann nú
að taka músina af haugnum, bera hana inn í bæ og láta hana á
sama stað og hún var áður, taka hana upp á ný og leggja hana
kirfilega á hauginn.
Þessum ögunarháttum sínum lét Guðmundur stundum fylgja
117