Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 6
| bjarmi | apríl 20216 Sumu fólki finnst vera litið á sig sem annars flokks borgara. Aðrir skilja ekki af hverju skriffinnskan og flækjan séu svona miklar ef söfnuður vill byggja sér kirkju. Enn aðrir þora ekki að tala um trú sína í vinnunni af ótta við að verða sagt upp. Og vaxandi dæmi eru um að álit fólks megi ekki móðga ákveðna hópa og eru réttindi þess álitin mikilvægari en samviskufrelsi kristins fólks eða fólks annarrar trúar sem þá er takmarkað. HVAÐ GETUM VIÐ TEKIÐ TIL BRAGÐS? Doxat-Purser minnir á orð Ritningarinnar sem kennir okkur að standa stöðug, elska óvini okkar og segja góðu fréttirnar af Jesú Kristi. Við megum berjast og getum vakið athygli á málum til að bæta trúfrelsi og talað máli sveigjanleika þegar kemur að samviskufrelsi. Við getum reynt að efla tengslin við sveitastjórnir og yfirvöld. Síðan er bein málsvörn þar sem leitast er við að hafa áhrif á yfirvöld til að breyta lögum sem takmarka frelsi eða frumvörp sem eru lögð fram í því skyni. Og alltaf má hvetja þau til að sýna hælisleitendum meiri sanngirni. Ef allar leiðir aðrar lokast getum við farið leið dómstóla til að verja rétt okkar. Fylgjendur annarra trúarbragða og lífsskoðunar ættu sömuleiðis að finna sig sem hluta af samfélaginu og hafa frelsi til að ástunda sína trú og ekki þurfa að gefa eftir sannfæringu sína og samviskufrelsi. Ekki er nóg að tala fjálglega um fjölmenningu ef við getum ekki lifað saman með ólíka afstöðu og óskir. Réttindabaráttan snýr að öllum með sanngirni gagnvart öllum og velferð allra í huga. ÁHRIF AFHELGUNAR Næst er Nola Leach3 sem bendir á að lífið er dýrmætt, allt frá getnaði til síðasta andardráttar og fjallar um áskoranir sem kristnir menn standa frammi fyrir í samhengi hins afhelgaða vesturhluta Evrópu þar sem samfélögin séu á breytingaskeiði. Tíminn þegar menningin var sjálfkrafa römmuð inn af gyðing-kristnum gildum og lög sett byggð á þeim sannleika, sé liðinn. Kristnir menn hafa smám saman dregið sig út úr opinberu sviði þjóðlífsins. Áður var kristin trú eðlileg, jafnvel þó svo fólk ástundaði hana ekki persónulega. Á tímum áfalla sneri fólk sér til kirkjunnar. Árið 2021 er tungutak kristninnar mörgum óskiljanlegt og fjarlægt. Menningarólæsið birtist jafnvel hjá vel menntuðu fólki. Leach vísar m.a. í William Nye4 sem talar um „afhelgunaranda“ (e. secularising spirit) sem nú gegnsýri stjórnmálakerfi Bretlands og Vesturlanda. Smám saman sé verið að „kreista“ kristindóminn út úr samfélaginu þvert á yfirlýsingar þingmanna. Áhrifin eru þau að kristnir menn óttast æ meira að tjá sig og finnst þeir hafa takmörkuð réttindi. Hið ógnvekjandi GETA KRISTNIR MENN ENN VERIÐ DJARFIR OG HAFT ÁHRIF TIL BREYTINGA OG EF SVO ER, HVERNIG?

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.