Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 2
Geschäftsführer RAMIS GmbH In der Kirchtanne 27 – 64297 Darmstadt – Deutschland e-mail: omar@ramis.is – Tel.: +49(0)6151 6011809 Mobile: +49(0)160 7870499 und (+354)822 0623 Fax: (+354)533 3430 – www.norvik.is Bjarmi 1. tbl. 115. árgangur, apríl 2021. ISSN 1026-5244 Útgefandi: Salt ehf í samstarfi við Samband íslenskra kristniboðsfélaga Ritstjóri: Ragnar Gunnarsson Ritnefnd: Vigfús Ingvar Ingvarsson, Böðvar Björgvinsson og Helena Leifsdóttir Prófarkalestur: Þorgils Hlynur Þorbergsson og Vigfús Ingvar Ingvarsson. Afgreiðsla: Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík, sími 533 4900, fax 533 4909. Kennitala Salts: 600678 0789, reikningsnúmer 0117 26 017476, IBAN: IS18 0117 2601 7476 6006 7807 89, SWIFT: NBIIISRE Vefslóðir: www.bjarmi.is, www.sik.is og www.saltforlag.is. Netpóstur: ragnar@sik.is Árgjald kr.4.950 (þrjú tölublöð). Rafræn áskrift kr. 2.950. Gjalddagi 1. júní. Verð í lausasölu kr. 1.750. Forsíðumynd: Dreamstime.com © Angello Gilardelli Umbrot og hönnun: Samskipti ehf. Prentun: Litróf bj rmi.is Út í óvissuna Undanfarnir mánuðir hafa einkennst af óvissu á margan hátt, óvissu um næstu daga, vikur og mánuði. Óvissan verður enn meiri þegar til lengri tíma er litið. Sú óvissa snýr að fleiri þáttum en áhrifum heimsfaraldurs. Má þar nefna tækniframfarir sem á mörgum sviðum eru svo örar að erfitt er að fylgjast með. Annað sem er á breytingaskeiði snýr að samfélagsgerðinni og gildum þeim sem ráða för. Birtist það m.a. í lagasetningum og hvernig mannréttindi eru metin. Bjarmi beinir að þessu sinni sjónum sínum í ýmsar áttir, þar á meðal að ofsóknum. Kristnir menn um víða veröld sæta ofsóknum vegna trúar sinnar. Að baki liggja margs konar hagsmunir hinna ýmsu aðila. Á Vesturlöndum er sótt að gildismati kristinnar trúar með vaxandi afhelgun. Merki sjást um að farið sé að setja kristnu fólki þröngar skorður og tjáningar- og trúfrelsið í hættu. Einum hópi er teflt gegn öðrum, hagsmunabarátta eins talin mikilvægari réttindum annarra. Slíkt er hættumerki sem getur komið niður á öllum trúarhópum. Með því að fjarlægja trúmál sem mest frá hinu opinbera rými, draga úr kennslu í trúarbragðafræðum og öðru slíku, er samfélagið smám saman að verða ólæst á þátt trúarinnar í menningunni. Þar með er auðveldara að gera allt trúarlegt og fólk sem stundar trú sína af alvöru tortryggilegt og til verður jarðvegur fordóma, og síðar takmarkana og jafnvel ofsókna á hendur kristnu fólk sem og fólki annarrar trúar. Er það gjarnan gert í nafni hlutleysis sem stendur varla undir nafni því guðleysi er ekki hlutleysi. Ríkisvaldið er ekki laust undan ábyrgð á fræðslu um kristna trú, trúarbragðafræði og aðra lífsskoðun en hlutleysið felst í því að kirkjan sinni trúfræðslu og boðun. Tveir kennarar mínir í Háskóla Íslands lögðu áherslu á biblíulestur. Annar kenndi bókmenntafræði í heimspekideild þess tíma og sagði að án góðrar biblíuþekkingar væri ýmislegt í bókmennta- og menningararfi fyrr og síðar eins og lokuð bók. Hinn kennarinn var í guðfræðideild og kenndi nýjatestamentisfræði. Hann sagði að sem verðandi guðfræðingar og prestar yrðum við nemendur að lesa vel og þekkja Biblíuna. Að baki var faglegur metnaður og en einnig sýn á mikilvægi þess að rækta trúna, ekki væri nóg að vera fræðimaður í þjónustu Drottins. Við þurfum að halda vöku okkar gagnvart menningunni, samfélaginu og lagafrumvörpum þar sem þjarmað er leynt eða ljóst að trúfrelsinu. Dæmin sýna að lögum hefur verið beitt út fyrir þann ramma sem upphaflega var hugsaður sem viðmið. Annað sem við sjáum er að alþjóðleg stórfyrirtæki að baki samfélagsmiðlum geta stöðvað eitt og annað og komið á ritskoðun á þessum miðlum sem öðlast hafa mikið vald, vald sem auðvelt er að misbeita þvert á réttindi einstaklinga og hópa. Við þurfum jafnframt að halda vöku okkar gagnvart trú okkar, að við ræktum hana af alvöru, að samfélagið við Jesú Krist sé grunntónn lífsins sem ber okkur áfram, dag eftir dag. Að trúin sé ekki dauð fræði heldur lifandi veruleiki. Jesús lifir og er nálægur, við getum lifað í samfélagi við hann og átt hann sem hinn besta vin. Oft gerist það í ofsóknum að fólk þrýstir sér nær Drottni í bæn og leitar hans. „Þetta var frábær tími, við báðum heilu næturnar saman, Drottinn var nálægur,“ sagði kona ein við mig sem lifað hafði við slíkar þrengingar. Hvað sem gerist í hinu ytra er Jesús Kristur akkerið sem við getum haldið í. Það er von okkar sem byggir á vissunni um að Jesús hefur sigrað dauðann, hann er frelsari og Drottinn, hann mun eiga síðasta orðið. Hann er von okkar er við höldum til móts við óvissu morgundagsins og eilífðarinnar. Ragnar Gunnarsson

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.