Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 47

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 47
bjarmi | apríl 2021 | 47 En í þeim hebreska heimi þar sem sagan gerðist gengur slík útskýring ekki upp. Í menningu Hebrea mega aðeins karlar skilja við konur. Jú, hún var marggift, en þeir fóru allir frá henni. Hún var ekki skækja. Setjum okkur í hennar fótspor. Hvernig ætli henni hafi liðið eftir að fimm menn yfirgáfu hana? Skömm. Eftirsjá. Ótti. Erfitt með að treysta körlum. Erfitt með að treysta Guði. Jesús kom til hennar í allri þessari tilfinningaflækju, leit í augu hennar og sýndi henni kærleika og virðingu. Ímyndaðu þér breytinguna. Lífið breytt. Hjartað breytt. Umbreyting. Á þessum tíma og í ráðandi menningu sýndu karlmenn ekki konu kærleika og virðingu á þennan hátt, en samt talar Jesús beint inn í dýpstu þrár hjarta hennar. Jesús býður henni vatn sem muni slökkva dýpsta þorsta hennar. Jesús svaraði: „Hvern sem drekkur af þessu vatni mun aftur þyrsta en hvern sem drekkur af vatninu er ég gef honum mun aldrei þyrsta að eilífu. Því vatnið, sem ég gef honum, verður í honum að lind sem streymir fram til eilífs lífs.“ Þá segir konan við hann: „Drottinn, gef mér þetta vatn svo að mig þyrsti ekki og ég þurfi ekki að fara hingað að ausa“ (Jóh 4.13-15). Hún vissi að hún þráði svölun á þorsta sínum. Hún þekkti dýpstu þarfir hjartans sem ekki voru uppfylltar. Þessi kona hafði verið misnotuð mann fram af manni og alltaf þyrsti hana eftir viðurkenningu og kærleika. Þegar aðrir litu á samversku konuna sáu þeir konu með fortíð mótaða af siðleysi. Þegar Jesú leit á hana sá hann konu með djúpan andlegan þorsta. Hann bauð henni lifandi vatn til þess að slökkva þorstann og þessi fundur með Jesú umbreytti lífi hennar. Þessi frásaga bendir á mikilvægan sannleika. Í augum Jesú erum við ekki metin út frá fortíð okkar. Við erum ekki skilgreind á grundvelli þess sem gert var á okkar hlut eða vegna mistaka sem við gerðum. Við erum ekki metin samkvæmt skömm eða eftirsjá. Við erum metin út frá auðkenni okkar í Jesú Kristi. Við erum heilög, ný sköpun hans. Við erum laus undan skömm. Trúum við því í raun og veru? Ímyndum okkur hvernig líf okkar væri ef við í sannleika tryðum því að Guð elskar okkur. Ég veit að þannig leið konunni við brunninn. Eftir að Jesús gekk í veg fyrir mig og talaði við mig, fór ég að sjá það sem hann sá. Ég skrifaði niður hjá mér seinna um daginn og hélt áfram að skrifa. En Guð, hann sá eitthvað annað. Hann hafði ekki gleymt dóttur sinni. Barni sínu. Prinsessunni sinni. Í augum Guðs var hún fallegri en nokkru sinni. Hún leit í spegilinn. Guð leit úr speglinum. Guð hvíslaði í eyra hennar að hann væri þarna. Hann var þarna allan tímann. Hann hélt í hönd hennar. Hann huggaði hjarta hennar. Hann grét. Hann staldraði við. Hann var reiður. Öskuillur. Hjarta hans brast þegar hann horfði á þegar litla stúlkan hans var særð af synd heimsins. Dýrmæta dóttir Guðs, ekki missa vonina! Guð var með þér og verður alltaf með þér! Þegar samverska konan fékk að reyna umbreytandi kærleika Jesú fann hún frelsi og lausn frá skömm. Hún hljóp af stað og sagði öllum í þorpinu frá því! Nú skildi konan eftir skjólu sína, fór inn í borgina og sagði við menn: „Komið og sjáið mann er sagði mér allt sem ég hef gert. Skyldi hann vera Kristur?“ Þeir fóru úr borginni og komu til hans (Jóh 4.28- 20). Eins og Jesús leysti konuna frá leyndarmálum hennar þá var hún leyst frá skömm sinni. Hann endurreisti hana. Áður en hún hitti Jesú lifði hún í skömm og faldi sig fyrir öðrum. Þess vegna kaus hún heitasta tíma dagsins þegar engir voru á ferli. Eftir að Jesús leysti hana undan skömm hljóp hún til þess að segja öllum frá honum. Óvinurinn missti tak sitt á henni. Sama á við um okkur þegar við mætum Jesú. Bæn mín er sú að þú rekist á hann og svo að þú upplifir kærleika hans og reynir einnig að vera laus frá skömm þinni. (Þýtt og birt með leyfi Authentic Intimacy. Greinin á frummálinu er á vef- síðunni https://www.authenticintimacy. com/resources/23503/ exper ience- freedom -from-shame)

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.