Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 11
bjarmi | apríl 2021 | 11 sem þjáðist af líkþrá (holdsveiki) en öfga- hindúar breiddu út þá lygi að hann hefði neytt hindúa til trúskipta. Indverska þjóðin var slegin en hin syrgjandi ekkja hans, Gladys, fór í ríkissjónvarpið og fyrirgaf böðlum hans með þessum eftirminnilegu orðum: „Við skulum brenna hatrið… og kveikja elda kærleika Krists“. Kristniboði nokkur á Indlandi sagði: „Hún gerði meira til að útbreiða fagnaðar- erindið á Indlandi með einni setningu en flest okkar h ö f ð u g e t a ð á nokkrum öldum.“ Ofsóknir — og lygarnar sem kveikja þær — eru gleymt vaxtarafl kirkjunnar Hlustum á hina ofsóttu kirkju og göngum veg hinna sigrandi! „Orvellsk“ martröð vofir yfir hinum kristnu í Kína Stjórnvöld í Kína safna gífurlegu magni viðkvæmra upplýsinga og gera nákvæmar andlitsgreiningar til þess að fylgjast með því sem hinir kristnu aðhafast, segir Julia B, sem vinnur við að greina ofsóknir á hendur kristnu fólki um allan heim. Hún segir að nauðsynlegt sé að biðja fyrir bræðrum okkar og systrum þar í landi. Hún gaf eiginmanni sínum nýverið lítinn USB-kubb sem skipuleggur myndasöfn fólks á netinu með andlits- greiningartækni sem unnin er með gervigreind. Tækið getur þekkt og merkt andlit fólks og þeirra sem þeim tengjast, allt að 100 andlit á einni mynd. Vissulega hefur þetta verið happafengur fyrir sístækkandi myndasöfn okkar á netinu. En tækninni fylgja líka gallar. Stjórnvöld Kína nota gervigreind og svipaða tækni til að fylgist með kristnum mönnum. Talið er að hátt í 100 milljónir kristinna manna séu í Kína sem eru fleiri en skráðir félagar í kínverska kommúnistaflokkinn og það sé áhyggjuefni. Hin kristnu virðast vera stjórn Xi Jinping forseta ógn vegna þess að þau tilbiðja æðri mátt en hann og flokkinn. Þetta er alltof mikill fjöldi til þess að geyma í fangelsum — eins og gerðist með múslímska Uighur-fólkið sem verið hefur í fréttum undanfarna mánuði. Þess í stað safna yfirvöld ókjörum af nánum persónu legum gögnum með handvirkri leit, andlits greiningar mynda vélum og fleiri aðferðum — allt án sýnilegra laga- heimilda. Allt er þetta notað til að stunda „forspárlöggæslu“ — sem minnir á mynd- ina Minority Report þar sem sérdeild lögreglunnar nær glæpamönnum með fyrir fram vitund um athafnir þeirra og sem aflað er með sálfræðiþekkingu. Upplýs ingarnar notar lögreglan í Kína til að greina þá sem hugsanlega þyrfti að fangelsa með því að merkja við hundruð þúsunda manns til að sæta rannsóknum, t.d. vegna þess að þeir nota ákveðin smáforrit í símanum. Rétt eins og Amazon getur ákveðið að ég sé manneskja sem myndi hafa gaman af Ed Sheeran, geta yfirvöld ákveðið að þú sért manneskja sem þeim líkar ekki við og gripið síðan til aðgerða. Í Kína eru áætlanir um að koma á fót „Social Credit System“ (SCS), félagslegum traustsreikningi, sem yfirvöld gætu notað til að meta hegðun fólks sem þjóðfélagsþegna. Góðum þegnum væri launað en slæmum hegnt. Ein þeirra leiða sem meta mætti hegðun fólks eftir er sú, hvað skoðað er á alnetinu, hvers er leitað þar. Það gæti haft áhrif á hvort sá hinn sami gæti notið bóta eða ellilífeyris eða fengið vinnu. EKKI EINN AF OKKUR Kína er ekki eina landið sem horfir til tækifæra með þessari nýju tækni. Á Indlandi eru líftæknimiðuð kerfi að færast í aukana og á öðru kjörtímabili stjórnar undir forystu Bharatiya Janata flokksins eflist hugmyndafræði öfgaþjóðerniskenninga hans. Indland hefur tekið upp nýtt kennitölukerfi þar sem hver einstaklingur hefur 12 stafa númer. Því til stuðnings höfðu stjórnvöld áætlun um að innleiða andlitsgreiningarkerfi í fyrra. Þau segja að það eigi bara að auðvelda lögreglunni það sem hún nú þegar vinnur að, að ná glæpamönnum og að finna týnd börn. En hinir kristnu á Indlandi, og reyndar múslímar sömuleiðis, hafa góðar ástæður til þess að hafa áhyggjur af þessum leik. Staðfest eru að minnsta kosti 447 ofbeldisatvik og hatursglæpir gegn þeim á síðasta ári. Gerendur njóta refsileysis, ýmist vegna aðgerðaleysis lögreglunnar eða beinna afskipta hennar. Þeir hafa litlar vonir um að þetta eftirlitskerfi verði til nokkurs annars en að herða þumalskrúfurnar á þeim minnihlutahópum sem tilheyra ekki hindúismanum, eins og sást vel í Assam og Kashmir og með hinum nýju lögum um breytingar á ríkisborgararétti, en þau vísa í fyrsta sinn í þessu veraldlega lýðveldi til trúarbragða. Það er siðferðilegt stórmál hvernig gervigreind verði notuð í náinni framtíð, en nú þegar er það að breyta umhverfi okkar — til góðs og ills. Milljónum kristins fólks um allan heim birtist gervigreindin sem mögulegt tæki handa öðrum til að kúga það og jafnvel ofsækja. Það þarf á fyrirbænum okkar að halda. (Heimild: https://www.premierchristianity.com/Blog/ China-s-Christians-are-stepping-into-an-Orwellian- nightmare-we-need-to-pray-for-them). Þýðing: Böðvar Björgvinsson. 1 https://www.premierchristianity.com/Blog/9-lies-that-fuel-Christian-persecution? 2 Kasti er alþjóðlegt orð úr indverskum málum um „stéttir“ sem fólk fæðist inn í og er í til æviloka.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.