Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 42

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 42
| bjarmi | apríl 202142 „ÉG ÆTLA AÐ HAFA HÉR BIBLÍULESTUR.“ Síðan hófst hann handa við útlistun náðarboðskaparins af festu og nákvæmni. Hann lagði áherslu á góðu játninguna, hve mikill kraftur og sigur fælist í því að játa Jesú Krist sem frelsara sinn og lækni allra meina.“ Salbjörg og nokkur systkini hennar í Kristi sem búsett voru í Hafnarfirði nutu um tíma leiðsagnar Sigurðar. Auk Salbjargar voru það Einar Einarsson klæðskeri sem þá var í KFUM, kona hans Helga Þorkelsdóttir formaður Kristniboðsfélagsins þar í bæ. Halldóra, systir Einars, formaður KFUK í Hafnarfirði og Halldór Skagfjörð. Þetta fólk þráði að vegsama Drottin með vitnisburðum og að útbreiða kærleiksboðskap Hans. Þar kom þó að Sigurður kunngjörði að starfi sínu væri lokið hérlendis og hélt heim til Kanada. Hópurinn hittist áfram og stækkaði og styrktist í náð Drottins. Að nokkrum tíma liðnum varð augljóst að Kristur Jesús bar á sérstakan hátt vitni með Guðrúnu sem nú var farin að útlista orðið og biðja fyrir sjúkum til lækninga og frá þeim tíma þjónuðu þær Salbjörg og Guðrún saman. Markmið þeirra var ætíð að efla Guðs ríki með þvi að ganga fram í hlýðni við orðið, svo þeir sem heyra vildu mættu njóta náðar Guðs í Kristi Jesú til líkama sálar og anda.3 Salbjörg hafði ekki jafn sýnilegt hlutverk í þjónustunni og Guðrún þó jafnframt megi fullyrða að án hennar framlags hefði sú þjónusta ekki verið söm. Þær störfuðu saman í 60 ár og á þeim tíma hélt Salbjörg Guðrúnu heimili og áleit það sitt helgasta hlutverk að hlúa að þessum þjóni Drottins svo verk andans mættu fá framgang. En jafnframt því tók hún fullan þátt í bæði fyrirbænaþjónustu, sálgæslu og móttöku gesta jafnt nótt sem nýtan dag. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Í HÖRGSHLÍÐ (7. OKTÓBER 1901- 14. OKTÓBER 1994) Guðrún var frá bænum Vatnsfjarðarseli í Reykjafjarðarhreppi við Ísafjarðardjúp. Hún var tvíburi og hét systir hennar Kristín Margrét. Þær voru yngstar af sjö systkinum. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson frá Keldu í Reykjafjarðarhreppi og Guðbjörg Guðrún Sveinsdóttir frá Hesti í sömu sveit. Móðir Guðrúnar lést af barnsförum árið 1903 þegar þær Guðrún og Kristín voru 2ja ára gamlar. Faðir Guðrúnar hélt heimili fyrir börnin en Þegar Guðrún var fjögurra ára var hún sett í fóstur hjá prestshjónunum í Vatnsfirði, þeim Páli Ólafssyni prófasti og konu hans Arndísi Pétursdóttur og þar ólst hún upp. Guðrún var 21 árs þegar hún hóf nám í ljósmæðrafræði í Reykjavík. Hún útskrifaðist sem ljósmóðir frá Ljósmæðraskóla Íslands í maí árið 1923. Hún hóf störf að námi loknu sem ljósmóðir í heimabyggð sinni Reykjafjarðarumdæmi og starfaði þar í sjö ár. Þaðan lá leið hennar til Akureyrar þar sem hún starfaði bæði við hjúkrun og ljósmóðurstörf í eitt ár. Hún vann svo í eitt ár á fæðingardeild Landspítalans áður en hún réði sig sem ljósmóður í Hafnarfirði. Þar vann hún næstu þrjú árin eða frá 1932-1935 en þá hætti hún störfum sem slík og skilaði inn ljósmæðraleyfinu. Við tók áratuga samstarf Guðrúnar og Salbjargar og segja má að þar hafi hún sinnt hlutverki andlegrar ljósmóður sem starfaði með Guði við að taka á móti, hlúa að og stuðla að vexti og varðveislu guðsbarna. TRÚARLEGAR RÆTUR OG TENGSLIN VIÐ KFUK Í HAFNARFIRÐI Guðrún var alin upp við játningargrundvöll hinnar evangelísk-lúthersku kirkju á prests setrinu við Ísafjarðardjúp upp úr aldamótunum 1900. En einmitt á þessum árum upphófst mikil andleg vakning í Los Angeles í Bandaríkjunum sem breiddist út um allan heim og barst einnig hingað til Íslands. Upphaf þessarar hreyfingar hérlendis má rekja til Vestmannaeyja, nánar tiltekið í Betel, kirkju hvítasunnumanna. Þar þjónaði norskur forstöðumaður, Erik Asbø, sem talinn er frumkvöðull hvítasunnuhreyfingarinnar á Íslandi. Hvítasunnusöfnuðirnir bæði í Reykjavík og á Akureyri voru stofnaðir árið 1936. En vakningin hafði einnig áhrif á starfið í KFUM og KFUK og þar hófst þjónusta Guðrúnar árið 1935. Samkvæmt lýsingu sjónarvotta fékk hún náðargjöf heilags anda að biðja fyrir sjúkum og kenna Guðs orð á SAMKVÆMT ALDARHÆTT­ INUM VAR ÞAÐ EKKI TIL SIÐS AÐ KONA PRÉDIKAÐI OG KENNDI GUÐS ORÐ

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.