Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 9
bjarmi | apríl 2021 | 9 1 Sjá nánar grein eftir Janet Sewell um fyrirhugaða ráðstefnu. Greinarnar eru aðgengilegar á lausanne.org. 2 Julia Doxat-Purser starfar hjá Evrópuskrifstofu Evangelical Alliance, fulltrúi félagsstjórnmála og hefur umsjón með málum er lúta að trúfrelsi. 3 Nola Leach er framkvæmdastjóri CARE, kristinna samtaka sem leitast við að tala sannleika í hinu opinbera rými. Hún þekkir vel til lagasetninga og eðli bresks samfélags. 4 Nye var áður ráðgjafi ríkisstjórnar Bretlands og þekkir vel valdakerfi þar í landi og í Evrópu. 5 Víða í Sálmunum og m.a. í Jesaja 58 er talað um baráttu gegn órétti sem sanna tilbeiðslu. 6 Filippíbréfið 2.15. 7 1. Pétursbréf 3.15-16. 8 Michael Mutzner er Svisslendingur og Frakki með doktorspróf í alþjóðasamskiptum. Vann 10 ár fyrir EA í Sviss en hóf nýverið störf hjá Christian Public Affairs, kristin málsvarasamtök og einnig er hann fulltrúi WEA hjá SÞ í Genf. 9 World Evangelical Alliance 10 Matt 16.24 og Jóh. 15.20. 11 Post. 4.12. eru hvert öðru háð. Við getum ekki barist fyrir trúfrelsi og skeytt ekkert um önnur réttindi. Ef yfirvöld fara ekki að lögum, dómstólar eru ekki óháðir, ef jafnræði er ekki tryggt öllum, ef tjáningarfrelsi er heft, þá verður heldur ekkert trúfrelsi. Við getum því aldrei einangrað trúfrelsið eða metið mannréttindi út frá því einu. Ef við viljum mannkyni gott, sem vonandi er reyndin, keppum við eftir því að verja öll mannréttindi. Eins megum við ekki rugla saman því sem við væntum frá ríkinu og því sem við væntum frá kirkjunni. Við væntum þess að ríkið tryggi frelsi þar sem allir, þar á meðal kristnir menn, njóta sömu réttinda og frelsis. Við sjáum fyrir okkur ríki sem ástundar réttlæti, berst gegn spillingu, tryggir frelsi, jafnvel óvinsælum minnihlutahópum og að engir borgarar séu annars flokks. Hlutverk kirkjunnar er að efla Guðs ríki, vitna um kærleika hans í verki og í sannleika og boða fagnaðarerindið og grunngildi þess, sem er einmitt auðveldast að gera í hinu frjálsa samfélagi. Ríkið ber ekki ábyrgð á að efla Guðs ríki þó víða hafi kristnir menn haft mótandi áhrif á lög og gildi þjóðarinnar og stofnana hennar. Engu að síður er sérhvert mannlegt samfélag samansett úr fjölmenningu á sviði trúarinnar og skylda okkar sem kristinna manna er að vera trú í að verja þetta frelsi fyrir alla, hvort sem við tilheyrum minni- eða meirihluta. AÐ VERA SPÁMANNLEG RÖDD Að lokum bendir Munstner á köllun okkar til að vera spámannleg rödd og forðast fórnarlambshugsun. Margar rannsóknir sýna að kristnir menn eru tölfræðilega ofsóttasti hópur manna á heimsvísu og þessi tilhneiging fer vaxandi. Þessi veruleiki er áskorun og ákall til fyrirbænar fyrir hinni ofsóttu kirkju, að styðja hana og gerast málsvarar fórnarlambanna og berjast fyrir frelsi þeirra. En með því fylgir hættan að þróa með sér hugsunarhátt fórnarlambsins. Sú hugsun mætir okkur ekki á síðum Nýja testamentisins. Andspænis ofsóknum og eftir að hafa verið barðir með prikum fögnuðu postularnir yfir því að vera metnir þess verðir að þola svívirðingar vegna nafns Jesú (Post 5.41). Ef við metum heiminn og deilur hans aðeins út frá sjónarhorni ofsókna á hendur kristnum mönnum eða sem árekstur menningarheima og trúarbragða hættir okkur til að misskilja flóknari veruleika og málsvörn okkar verður ekki næg né viturleg. Ef við notum fjálglega hugtak eins og „þjóðamorð/útrýming kristinna“ um deilur þar sem aðrir kraftar og þættir eru að verki eða þar sem „þjóðarmorð“ er of sterkt, jafnvel þar sem mikill harmleikur á sér stað, mun heimurinn ekki taka okkur alvarlega. Slík hugtakanotkun er að stytta sér leið og einfalda veruleikann þar sem rót vandans er flóknari og á sér fjölda skýringa. Í stað þess að falla fyrir þeirri freistingu að fara í fórnarlambshugsunina eða einfalda flókinn veruleika, eru viðbrögð okkar við ofsóknum tækifæri til að sinna spámannlegri köllun og segja sannleikann í visku. Við getum farið í samræður við þau yfirvöld sem um ræðir og boðið þeim, ákveðið en af virðingu, ýmist á opinberum vettvangi eða óforlegum, að breyta stefnu og að virða réttlæti og mannréttindi þess fólks sem þau bera ábyrgð á. Spámannleg málsvörn er einnig kristinn vitnisburður í takt við fagnaðarerindið og kærleika Guðs til allrar sköpunar sinnar. AÐ LOKUM Þjáning vegna trúar okkar á ekki að koma okkur á óvart. Jesús kallaði lærisveina sína til að taka upp kross sinn og bjó þá undir þjáningu og mótlæti.10 Í þeim aðstæðum erum við sem viljum fylgja honum hvött til að ástunda bæn og kærleika. Við eigum að minnast trúsystkina okkar sem líða vegna trúar sinnar, biðja fyrir þeim, tala máli þeirra og boða fagnaðarerindið öllum mönnum. Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum en Jesú og ekkert annað nafn er okkur gefið um víða veröld sem getur frelsað.11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.