Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 15
bjarmi | apríl 2021 | 15 biblíufræðari og hjálpað áheyrendum að tileinka sér boðskapinn og vaxa í samfélaginu við Jesú Krist. Hún tilkynnti í mars að hún segði nú skilið við kirkjudeild sína, Southern Baptists, en það hefur verið kirkjan hennar. Allra síðustu árin hefur hún gagnrýnt ýmislegt, bæði hvað snertir stöðu og ábyrgð kvenna og hvernig þrengt hefur verið að henni og hún mætt ómaklegri gagnrýni. Jafnframt hefur hún gagnrýnt vaxandi þjóðernishyggju með kristinni tilvísun meðal evangelískra manna almennt. Sú gagnrýni hennar varð sérstaklega áberandi í aðdraganda síðustu forsetakosninga. Í desember sem leið sendi hún frá sér ákall til fylgjenda Jesú að hætta að styðja Donald Trump forseta og röksemdafærslur hans. „Ég hef aldrei séð annað eins í Bandaríkjunum, jafn ótrúlega seiðandi og hættulegt gagnvart heilögu fólki Guðs eins og Trump-ismann. Þessi kristilega þjóðernisstefna er ekki frá Guði, hættið að styðja hana.“ Í viðtali við Religion News Service sagist hún taka skrefið að fullu og segja sig úr kirkjudeild Southern Baptists. „Ég er enn baptisti en get ekki talið mig hluta af Southern Baptist lengur. Mér þykir mjög vænt um marga þar og marar kirkjur eða söfnuði en sumt af því sem komið hefur upp þar get ég ekki samþykkt. Beth hefur einnig slitið samstarfi við Lifeway, útgáfudeild kirkjudeildarinnar. Sumir hafa líkt brotthvarfi hennar við brotthvarf Harry prins úr bresku konungshirðinni. Ýmsum kom þetta skref á óvart enda missti kirkjudeildin „eitt sinna björtustu ljósa og rödd vonar um endurnýjun og vakningu.“ (Heimild: premierchristian.news og eterenitynews.com) Kvikmyndin Pyntaður vegna Krists (Tortured for Christ) er nú að gengileg á netinu í boði Voice of the Martyrs og Lifeway. Myndin segir sögu manns sem var í fangelsi kommúnista í 14 ár án þess að bugast og snúa baki við trúnni. Kvikmyndin færir áhorfandanum afar kröftugan vitnisburð prestsins Richards Wurmbrands. Áhugasamir geta skráð sig og fá þá aðgang að kvikmyndinni. Gefa þarf upp netfang sem notað verður til að senda viðkomandi efni í kjölfarið en auðvelt er að skrá sig af þeim lista hvenær sem er. (Sjá https://www.persecution.com/tfcmovie- event/?_source_code=EL07B20B). Kynnignarræmu myndarinnar má sjá á YouTube.com. Pyntaður vegna Krists

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.