Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 25
bjarmi | apríl 2021 | 25 á landi. Því miður setti kórónufaraldurinn strik í reikninginn svo að minna varð úr kynnisferðum en ég hafði hugsað mér og góðar bækur urðu að koma í staðinn. Eftir að nokkrir vinir höfðu lesið ritgerðina yfir hvöttu þeir mig til að gefa hana út í bók. Vegna kórónufaraldursins og minnkaðra umsvifa í kirkjunni hafði ég tíma til að láta það verða að veruleika. HVAÐ STENDUR UPP ÚR Í ÞVÍ HVERS ÞÚ VARÐST VÍSARI? Einkum þrennt. Í fyrsta lagi saga Íslands á sviði flóttamannamála, þróun öfgaþjóðernisstefnu í Evrópu og mjög athyglis vert starf ýmissa kirkna og kristilegra félaga í útlöndum og hér á landi. Saga Íslands á sviði flóttamannamála er döpur. Hún hefur mótast af fordómum og tregðu til að axla ábyrgð á neyð flóttafólks. Sérstaklega er nöturlegt að lesa um framgöngu íslenskra ráðamanna gagnvart gyðingum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Í rauninni hefur hugsunarháttur Íslendinga til skamms tíma verið sá að það bæri að hjálpa okkur frekar en að við hjálpuðum öðrum og löngum vildu stjórnvöld vera í alþjóðasamstarfi til að græða á því. Sem betur fer hefur þetta verið að breytast nokkuð til batnaðar á undanförnum árum þó að þessi hugsunarháttur sé langt frá því horfinn. Hann kemur best í ljós þegar málefni hælisleitenda ber á góma. Það hefur verið áberandi hve mjög íslensk stjórnvöld hafa reynt að komast hjá því að veita hælisleitendum alþjóðlega EFTIR AÐ NOKKRIR VINIR HÖFÐU LESIÐ RITGERÐINA YFIR HVÖTTU ÞEIR MIG TIL AÐ GEFA HANA ÚT Í BÓK

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.