Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 39

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 39
bjarmi | apríl 2021 | 39 NÝ SJÁLFSMYND - HVER ÞARF Á HENNI AÐ HALDA? Ég trúi að ef andi Jesú Krists býr í okkur fyrir trú á hann, þá séum við öll saman hlutir af „Kirkjunni“, limir á líkama Krists, sama hvaða kirkjudeild sem við tilheyrum. Vegna þess að kirkjan er lifandi á það ekki að koma okkur á óvart að við þurfum af og til að fara í sjálfsskoðun, sérstaklega þegar við lifum á tímaskeiði eins og póstmódernisma og „eftir-kristindómi.“ Á þessum tíma þegar ýmislegt er breytt frá því sem áður var þurfum við öll sem erum kristin að spyrja: „Hver erum við sem kirkja?“ og horfa á sjálf okkar í gegnum augu Jesú Krists sem er enn þá að byggja sína kirkju. HVAÐA SKILABOÐ BÓKARINNAR TELUR ÞÚ VERA MIKILVÆGUST? Mér finnst mikilvægast að öðlast þá sjálfsmynd að kirkjan sé hreyfing og endurheimta hlutverk okkar sem samfélag vina og nemanda Jesú sem hjálpast að við að finna og fylgja Kristi í sínu daglegu lífi. Eins að gera okkur grein fyrir því að Ísland er orðið kristniboðsakur frekar en að hér sé kristin þjóð. Þetta þýðir að við verðum að hugsa og haga okkur eins og kristniboðar hugsa og haga sér. Í þriðja lagi vil ég að kirkjuleiðtogar horfi öðruvísi á kirkjuforystu en oft er gert. Í stað þess að horfa á okkur sem framkvæmdastjóra eða embættis- og kennimenn að við sjáum okkur sem lærisveina og þjálfara annarra sem vilja fylgja honum. Og að við byrjum að mæla árangur starfsins í ljósi þeirra áhrifa sem fagnaðarerindið hefur í lífi safnaðarbarna og þjóðfélagsins frekar en messusókn eða fjölda kirkjuathafna. HVAÐ VONAST ÞÚ EFTIR AÐ SJÁ GERAST ÞEGAR FÓLK LES BÓKINA? Mín helsta von er sú að lesendur muni heyra raust Jesú og gera það sem hann segir þeim. Ég vona einnig að fleira venjulega kristið fólk fari að hittast í tveggja- til þriggja manna hópum eins og Vinahópum Jesú. Svoleiðis hópar eru kjarni kirkjunnar að mínu mati. Kristur sjálfur hefur lofað að vera mitt á meðal þegar kristið fólk hittist svona (Matt 18.20). Ég vil sjá fleiri presta og forstöðufólk mynda slíkan hóp í kringum sig og vera öðrum til fyrirmyndar sem lærisveinar Jesú. Ég er sannfærður um að ef fjöldi þess konar hópar margfaldast á Íslandi að þá munum við sjá kristilega hreyfingu sem er óstöðvandi og sem mun vera íslensku samfélagi til heilla. Við þurfum að sjá tækifærin sem liggja í hverjum og einum okkar sem tilheyrum Jesú Kristi. Kirkja Jesú er lifandi vera og Jesús sjálfur segist ætla að byggja á þeirri sannfæringu fylgjenda sinna að hann er „Kristur, sonur hins lifanda Guðs“ (Matt 16.18). Kirkjan er nærvera Jesú meðal fólks síns sem er kallað út til að vera andleg fjölskylda á sendiför Guðs í þessum heimi. Kápumynd bókarinnar gerði Christa, dóttir Betsyar og Gregs.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.