Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 36

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 36
| bjarmi | apríl 202136 Við þurfum að horfa réttum augum á okkur sem kirkju VIÐTAL VIÐ GREG AIKINS UM VÆNTANLEGA BÓK RAGNAR GUNNARSSON Á næstu vikum er væntanleg bókin Ný sjálfsmynd. Kristni á Íslandi á 21. öld eftir Greg Aikins. Sumir lesendur Bjarma kannast við hann, aðrir eflaust ekki og spyrja sig: Hvað er útlendingur að tjá sig um kirkjumál á Íslandi í heilli bók? Bjarmi hafði því samband við Greg til að fá að vita meira um hann, tengsl hans við Ísland, af hverju hann fór að skrifa bók og um hvað hún fjallar. En fyrst er að vita aðeins meira um hver þessi Greg er? Ég gleðst fyrst og fremst yfir því að vera barn Guðs. Guð leiddi mig sem tíu ára dreng til trúar á Jesú Krist þegar ég var í kristilegum sumarbúðum við Canandaigua vatnið í New York í Bandaríkjunum. Það er mér enn minnisstætt hvernig mér leið þegar ég upplifði að Jesús hafði komið inn í líf mitt og ég held að ég gleymi því aldrei. Þarna á sama stað kallaði Guð mig líka til þjónustu þegar ég var unglingur. Eftir það gat ég ekki hugsað mér annað en að vera prestur eða kristniboði. Ég undrast enn þá að ég sem er svo ófullkominn skuli vera kallaður til að þjóna Kristi. Ég fór í biblíuháskóla í Fíladelfíu, PA, í Bandaríkjunum þar sem ég lauk BS prófi. Þar kynntumst við konan mín Betsy. Betsy var kristniboðabarn sem ólst upp í Evrópu og þegar ég hitti hana þá komst ég í samband við samtök foreldra hennar, Greater Europe Mission (GEM). Eftir að við giftum okkur fórum við til Chicago en þar lauk ég mastersnámi í guðfræði við Trinity Evangelical Divinity School 1979. Á þeim tíma lásum við hjónin grein um Ísland sem kristniboðsakur í tímariti sem GEM gáfu út. Við vissum ekki neitt um land og þjóð en eitthvað togaði í okkur. Næstu árin héldum við áfram að leita Guðs um það hvort hann væri í raun og veru að senda okkur til Íslands sem kristniboða. Á meðan starfaði ég sem aðstoðarprestur í heimakirkju okkar sem var nálægt Fíladelfíu. Guð sleppti ekki hendi af okkur og sannfærði okkur smátt og smátt um að hann hefði valið Ísland fyrir okkur. GEM og heimakirkjan okkar samþykktu það. Eftir að hafa undirbúið okkur í tvö ár, með blessun safnaðarins, lentum við á Fróni sumarið 1985 með litlu stelpunum okkar þremur. HVERNIG VAR AÐ KOMA HINGAÐ OG HVAÐ TÓK VIÐ? Það fyrsta sem við gerðum var að læra íslensku og aðlagast íslenskri menningu. Við hjónin vorum námsmenn við Háskóla Íslands og unnum með einkakennurum í tvö ár. Okkur fannst mjög mikilvægt að læra að tala og hugsa á íslensku til að vera þátttakendur í því sem Guð var að gera meðal fólks á Íslandi. Síðan reyndum við ýmsar leiðir til að komast í samband við fólk og taka

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.