Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 28
| bjarmi | apríl 202128 GUÐMUNDUR KARL BRYNJARSSON Brennandi runni og furða á fjalli Prédikun flutt í útvarpsguðsþjónustu í Lindakirkju á síðasta sunnudegi eftir þrettánda, 24. janúar 2021. Textar dagsins voru eftirfarandi: Lexía úr 2. Mósebók 3.1- 15, pistill úr Opinberunarbókinni 22.12-14 og guðspjall úr Matteusarguðspjalli 17.1-9. Ég ætla að leggja fyrir ykkur skoðana- könnun: Hefur þú einhvern tíma á lífsleiðinni orðið fyrir guðlegu inngripi sem fékk þig til að sjá líf þitt í nýju ljósi og breytti stefnu þess? Vinsamlega merktu x á kvarðann hér fyrir neðan. Sjáðu kvarðann fyrir þér sem línu sem nær þvert yfir blaðið. Vinstra megin við hana stendur orðið aldrei, hægra megin stendur oft. Hvar myndir þú setja þitt x á kvarðann? Svari hver fyrir sig. Í fullri alvöru væri ég mjög forvitinn að sjá niðurstöðurnar. Eitt veit ég fyrir víst. Einhver ykkar myndu merkja x lengst vinstra megin, jafnvel framan við kvarðann, yfir orðið aldrei og aðrir teygja sig jafnlangt til hægri, oft. SAGA AF MANNDRÁPI Ég ætla að segja ykkur sögu og ég veit að einhver ykkar fatta fljótt hvert ég er að fara. Einu sinni fyrir langa löngu var ungur maður sem í bræði varð manni að bana. Þegar upp komst flúði hann heimaland sitt, hafðist við á fjöllum og duldist meðal hirðingja og í tímans rás varð hann einn af þeim. Hann kvæntist og stofnaði fjölskyldu. Eftir því sem frá leið minnkuðu áhyggjur hans af afleiðingum gjörða sinna. Lífið var einfalt. Dagarnir fóru í að snattast kringum rollurnar, að finna þeim haga og vatnsból og passa upp á að þær færu sér ekki að voða. Þannig liðu dagarnir og þeir urðu að árum. Hver var maðurinn? Ef svar þitt er Móse þá er það rétt til getið. Á þessum kafla ævinnar hittum við hann á fjallinu Hóreb í Midíanslandi í ritningarlestri dagsins. Hirðingjarnir sem hann bjó á meðal vissu í raun ekki hver hann var. Þar var hann kallaður Egyptinn, sem var ekki alls kostar rétt því Móse var raunar af ætt innflytjenda í Egyptalandi. Hann var Hebrei, eða Gyðingur, eins og okkur er tamara að segja. Egyptar höfðu þá löngu áður undirokað hebresku innflytjendurna í landi sínu, þjóðnýtt þá og gert að þrælum sínum. INNGRIP GUÐS Það var miður dagur og sólin hátt á lofti, að venju gætti Móse fjárins fyrir tengdapabba sinn. Svo sem einn af þessum dæmigerðu dögum þá sá hann allt í einu, sér til furðu á víðavangi, runna í ljósum logum en sem virtist þó ekki verða eldi að bráð og rödd úr

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.