Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 7
bjarmi | apríl 2021 | 7
er að kristindómurinn hefur verið trú
sem talar og tjáir sig. Kristið fólk segir
sannleikann vegna þess að það er knúið
af kærleika Guðs. Ábending Nye minnir
okkur á að hjá sumum er kristindómurinn
í besta lagi talinn óviðeigandi og í versta
falli eitthvað sem þurfi að uppræta úr
samfélaginu til að ryðja brautina fyrir
framsæknari skilning á „sannleikanum“.
Afhelgun, efnishyggja og hugarfar
póstmódernisma (síðnútíma) hafa dregið
úr mikilvægi kristinna gilda. Einhvers konar
frjálshyggja er nýi snertiflöturinn. Upp
hefur byggst valdakerfi réttinda ákveðinna
hópa sem margir telja mikilvægari en
trúfrelsið. Umræður eru skotnar í kafi
með ásökunum um hatursorðræðu, sem
gjarnan er studd með lagasetningu sem
glæpavæðir frjálsa hugsun og tal.
Í ljósi þessa er auðvelt að fyllast
svartsýni. En Guð er að verki og
þverstæðurnar blasa við. Annars vegar
styðja yfirvöld víða kristilegt starf og
viðurkenna það mikilvæga starf sem
kirkjur og kristileg samtök vinna fyrir
samfélagið á sviði kærleiksþjónustu
og hins vegar er unnið að því að gera
kristindóminn að einkamáli.
VIÐBRÖGÐ OKKAR
Geta kristnir menn enn verið djarfir og haft
áhrif til breytinga og ef svo er, hvernig?
Reynsla Leach er að við bæði getum og
eigum að gera það. Guð kallaði manninn
til að stjórna heiminum með sér og fyrir sig
– gaf honum vald til að drottna. Hann er
guð réttlætis og hjálpræðis og við verðum
að vera rödd hinna raddlausu. Óteljandi
tækifæri bíða – sem við þurfum að nota
á meðan við getum. Hún bendir á að hjá
samtökunum Care hafi þau lært hvernig
best sé að halda fram sannleikanum í náð
og kærleika.
Í fyrsta lagi með því að blanda okkur
í málið af einlægni og sannfæringu. En
í samfélagi, sem einkennist af vaxandi
umburðarleysi og menningarólæsi á
sviði trúar og trúarbragða, verðum
við að gera það með visku. Það þýðir
að vera vel að okkur, bregðast ekki
ósæmilega við aðstæðum en ástunda
góða rannsóknarvinnu og vitsmunalega
færni. Við þurfum að nota rétt orðfæri
og mæta fólki þar sem það er statt. Páll
postuli notaði tæki og tækifæri síns tíma.
Hann rökræddi í samkunduhúsinu við
Gyðinga og á torgum úti við guðhrædda
Grikki. Hann talaði af hugrekki. Viska
þýðir ekki að þegja þegar halda þarf fram
sannleika Guðs. Við megum ekki ganga
í svefni inn í framtíðina. Spámenn Gamla
testamentisins fordæmdu óttalaust órétt-
lætið sem blasti við.5
Að sjálfsögðu skiptir miklu að velja
réttu slagina til að taka. Stjórnmál eru
oft list þess að velja milli þess sem er
skárra eða skást af nokkrum slæmum
kostum. Stundum þýðir það málamiðlun
til þess að forða frekari skaða eða geta
náð öðru fram seinna. Við getum litið
til Daníels. Hann sökkti sér niður í að
skilja framandi menningu en stóð fastur
á grundvelli eigin trúar þar sem ekkert
rými var fyrir málamiðlun. Það getur oft
reynst erfitt. Hann ástundaði trú sína
og heilindi samtímis og naut velvildar
heiðinna konunga. Hann þreytti próf trúar
sem voru mun erfiðari en mæta okkur
hér og nú en alltaf komst hann að því að
Guð heiðraði trú hans, styrkti hann og
verndaði. Við eigum að fara út í heiminn
„óaðfinnanlega hrein, flekklaus Guðs
börn meðal rangsnúinnar og gerspilltar
kynslóðar sem við skínum hjá eins og ljós
í heiminum.“6
Eins þurfum við að nota fjölmiðla
viturlega. Þeir gefa tækifæri en nauð-
synlegt er að gera sér grein fyrir huldum
gildrum og vita hvenær eigi að láta ógert
að bregðast við. Þá þarf viðbragðsáætlun
ef allt fer illa.
Umfram allt, eins og Pétur hvetur
okkur, þurfum við að bera upp spurningar
og „vera reiðubúin að svara hverjum
manni sem krefst raka“ en að gera það
„með hógværð og virðingu og með góðri
samvisku“.7 Við þurfum að taka tíma
og tengjast þeim sem hafa verið valin
í ábyrgðarstöður og styðja við bakið á
þeim. Ef við hvetjum og þökkum fyrir hið
góða sem þau gera munu þau hlusta
þegar við setjum spurningarmerki við
eitthvað. Við þurfum í stuttu máli að ávinna
okkur réttinn til að á okkur sé hlustað og
að byggja upp sönn tengsl, full náðar og
sannleika. Við þurfum að blanda okkur í
umræðuna, heilsteypt og í trú, meðvituð
um að forystufólk er af Guði sett til að
gera það sem gott er (Róm 13). Páll lagði
tvisvar áherslu á það við söfnuðinn í Róm
að biðja skyldi fyrir yfirvöldum þó svo
þessi sömu yfirvöld ógnuðu frelsi hans.