Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 16
| bjarmi | apríl 202116 BÖÐVAR BJÖRGVINSSON „Sé það lesið er það sæði sem sáð er í hjarta lesandans“ VIÐTAL VIÐ JÓHANNES INGIBJARTSSON UM ÚTGÁFU OG SÖFNUN KRISTILEGRA SMÁRITA Jóhannes Ingibjartsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík, fluttist til Akraness skömmu eftir að hann lauk námi í byggingarfræði og hóf starf hjá Akraneskaupstað sem byggingarfulltrúi og yfirmaður tæknimála. Hann ólst upp í Laugarnesinu og var þar í hópi drengja er sóttu KFUM. Á Akranesi var virkt barnastarf er átti sér rætur í starfi sr. Friðriks og varð Jóhannes strax virkur í því starfi. Hann var um árabil formaður KFUM á Akranesi, sat í stjórn Landssambands KFUM og K og í sóknarnefnd Akraneskirkju. En það er ekki þess vegna sem við vildum ræða við Jóhannes. Hann á nefnilega áhugamál sem þykir líklega ögn sérstakt. Hann tók upp á því fyrir nokkrum áratugum að safna íslenskum kristilegum smáritum. Kristileg smáritaútgáfa var töluvert öflug á fyrri hluta síðustu aldar, en flestir kannast við að hafa hent miklu af þeim smáritum sem þeir hafa fengið í hendur. Því er hætt við að sú saga gleymist auðveldlega. JÓHANNES, BYRJAÐIR ÞÚ SNEMMA AÐ SAFNA KRISTILEGUM SMÁRITUM? Svo undarlega sem það hljómar þá byrjaði ég aldrei meðvitað að safna fyrr en ég gerði mér ljóst fyrir um 30 árum að í hillunum mínum væru margs konar smárit og ritlingar/bæklingar um kristileg málefni. Í stað þess að losa mig við þetta datt mér í hug að safna því saman og sjá hvað síðan yrði úr því. Þegar úr þessu fór að myndast allnokkurt safn varð mér ljóst að nú þyrfti ég að skrá safnið í tölvu. Það varð þess valdandi að ég fór að leita eftir útgáfuheitum ásamt nánari upplýsingum í miklu víðtækari mæli heldur en fundust í safni mínu. Eitt það fyrsta sem þú stendur frammi fyrir í svona söfnun er að sníða henni stakk. Hvað flokkast undir smárit, hvenær er það orðið að bók? Ég ákvað að taka þá sömu stefnu og sá sem fyrstur er vitað að efndi til skipulagðrar smáritaútgáfu á Íslandi, sr. Jón Jónsson, kenndur við Möðrufell í Eyjafirði, kallaður „lærði“. Hann ákvað að líta á nafnið smárit í víðum skilningi. T.d. var 4. ritið sem hann gaf út árið 1816, 99 blaðsíður. Smárit verður svo auðveldlega að hefti, ritlingi, jafnvel lítilli innbundinni bók. En þetta er sífellt mat sem maður stendur frammi fyrir. HVAÐ VAR ÞAÐ HELST SEM OLLI ÞESSUM ÁHUGA ÞÍNUM? Eins og ég sagði áðan var það bara fyrir tilviljun að ég byrjaði, en þegar safn fer að myndast dregur það upp vissa mynd af kirkju og kristni á hverjum tíma, sem verður ákaflega forvitnileg, því ritin hafa tilgang. Þau eru ekki bara gefin út inn í eitthvert tómarúm. Þau beinast líka að mismunandi hópum. Meginhlutinn er ætlaður fullorðnum

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.