Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 10
| bjarmi | apríl 202110 Kynt undir ofsóknum með lygum gegn kristnu fólki Í grein á vefsíðu Premier Christianity bendir dr. Ron Boyd-MacMillan, sem er framkvæmdastjóri skipulegra rannsókna hjá Open Doors International á þátt lyga í að kynda undir ofsóknum.1 Þegar á dögum frumkirkjunnar sætti kristið fólk ofsóknum. Margir sjá upphaf ofsókna í 8. kafla Postulasögunnar í Biblíunni þar sem stendur í fyrsta versi: „Á þeim degi hófst mikil ofsókn gegn söfnuðinum …“. En í rauninni hófust þær í Post 6.11 þegar hópur manna í samkundunni í Jerúsalem dreifði lygum um djákna að nafni Stefán og báru að hann væri „alltaf að tala gegn þessum heilaga stað (musterinu) og lögmálinu“. Hvorugt hafði hann gert. Það sem hann hafði gert var að tala gegn þeirri trú að musterið væri eini dvalarstaður Guðs á jörðinni og að allir sem þangað kæmu væru hólpnir. Stefán varð fyrsti kristni píslarvotturinn og miklar ofsóknir brutust út gegn söfnuðinum í Jerúsalem í kjölfarið. Þessu er eins farið á okkar tímum. Kristið fólk um allan heim er fórnarlömb áróðursherferða sem byggðar eru á lygum. Víða leiða þessar lygar til ofsókna. Á sumum svæðum í Mið- Austurlöndum er ein af lygunum sem lifa góðu lífi: „Kristindómurinn er erlend trúarbrögð, Trjójuhestur sem styður Ísrael og bandarísk öfl.“ Í löndum eins og Egyptalandi finnst því leiðtogum kristins fólks nauðsynlegt að fordæma kröftuglega framferði bæði Ísraels og Bandaríkjanna einkum af því að, eins og koptískur biskup orðaði það: „Annars munu þeir halda að við séum andmúslímsk.“ Í Írak er oft sagt að þeir kristnu vilji bara ná olíunni. Í Íran segir fólk að hinir kristnu séu „tæki hins Mikla Satans, Bandaríkjanna“. Í Afríku sunnan Sahara eru flestir kristnir drepnir fyrir trú sína á hverju ári vegna fjölda öfga- íslamistahreyfinga eins og Boko Haram og Al Shabaab. Múgurinn og drápsmenn eru hvattir með lygum eins og: „Hinir kristnu komu með covid til þess að drepa múslíma“ eða „þeir kristnu vilja bara stela landinu okkar.“ Þessar lygar drepa. Á síðasta ári voru 4761 kristnir drepnir fyrir trú sína. Á þessu svæði voru 91% þeirra og er aukningin þar um 60% frá árinu á undan. Í Asíu sunnan fjalla er algeng lygi að „kristindómurinn vaxi aðeins sökum ósiðlegra eða þvingaðra trúskipta og þeir vilji yfirtaka lönd okkar með launráðum.“ Þannig hrópa hindúatrúar öfgamenn á Indlandi og búddatrúar þjóðernissinnar á Sri Lanka. En staðreyndin er að vöxtur kristninnar meðal fátækasta hluta íbúanna er helsta ógnin við áætlanir öfgamannanna. Á Indlandi koma til dæmis 60% hinna kristnu úr hinum svokallaða „Dalita“- þjóðfélagshópi — „lágkastanum“2 eða hinum „ósnertanlegu“ sem verða að vinna óhreinu störfin sem „hákastastéttirnar“ geta ekki unnið því annars hryndi öll þjóðfélagsskipanin. Það er þægilegra að halda því fram að þessir hópar hafi verið tældir burt með „ósiðsamlegum hætti“ heldur en að viðurkenna að önnur trúarbrögð efli og annist hina fátæku betur. Aðrar lygar eru settar fram um að „hinir kristnu vilji eyða öllum hindúum“. Um tíma var því haldið fram í kommúnistaríkjunum Norður-Kóreu og Kína að kristindómurinn væri bara fyrir aumingja og um útlend trúarbrögð að ræða, þrátt fyrir að kristindómurinn hefði komið til Kína árið 635 en marxisminn ekki fyrr en eftir miðja 19. öld. Á Vesturlöndum er einnig haldið fram þessari lygi: „Kristindómurinn er óumburðar lyndur, andvísindalegur og því beri að halda honum algerlega burt frá hinu opinbera lífi.“ Þessu sjónarmiði er oftast haldið fram af elítu trúleysingja sem eru uppteknir við þá hugsun að kristindómur leiði af sér órökræna trú á óumbreytanleg frumhugtök og leiði þannig til ófrjálslynds einstrengingsháttar sem ráðist gegn sjálfu eðli lýðræðisins. LYGAGREINING OG HVERS VEGNA HÚN ER NAUÐSYNLEG Hvaða lygi er það sem ógnar því að jaðarsetja kirkjuna sem við tilheyrum? Það er mikilvægt að nefna hana á nafn, takast á við hana og hrekja svo að hún nái ekki að springa út sem fullbúin ofsóknaráætlun. Hin ofsótta kirkja getur kennt okkur tvennt mikilvægt um það hvernig takast eigi á við lygar. Í fyrsta lagi heyrast þessar lygar aðeins þegar óvininum er ógnað af vexti kristninnar. Eða eins og kínverskur prestur sagði: „Þegar þeir ljúga upp á okkur tökum við því sem hæsta hrósi að þeir hafi þurft að grípa til þessara örþrifaráða til þess að gera okkur lífið erfitt — við vitum að þeir óttast fjölda meðlima kirkjunnar sem er að nálgast 100 milljónir.“ Hann bætti við: „Leyfðu heiminum að ljúga upp á þig … líf þitt sem trúaðrar manneskju ætti að vera honum ógn.“ Í öðru lagi: Guð snýr lygum óvina okkar í ást hjá okkur til þeirra. Stefán hélt harða ræðu en er hann dó undir grjótkasti sá hann dýrð Guðs og hafði fyrirgefningarorð á tungu: „Drottinn, lát þá ekki gjalda þessarar syndar.“ Tuttugu og tvö ár eru liðin frá hræðilegu morði á áströlskum kristniboða á Indlandi sem var brenndur lifandi ásamt tveim ungum sonum sínum 22. janúar 1999 af æstum múg. Það sem hann hafði unnið til saka var að hjálpa fólki Fréttir af ofsóknum

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.