Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 5
bjarmi | apríl 2021 | 5 á sama hátt og það geti ástundað trú sína heima og út af fyrir sig. Helstu takmarkanir eru vegna almenns öryggis, almannareglu eða ef heilsa annarra er í hættu eins og birst hefur í smitvarnarráðstöfunum víða um heim. Einstaklingarnir eru varðir frekar en trúin sjálf. Trúfrelsið er nátengt tjáningarfrelsi, samkomufrelsi og félagafrelsi. Allir geta tekið við og fært öðrum upplýsingar og hugmyndir, hitt fólk og myndað félagseiningar eins og kirkjur. Litlar takmarkanir eru þar á. Þessi hugsun er almenn í alþjóðasáttmálum og mannréttindayfirlýsingum. Í ljósi þessa spyr Doxat-Purser: Ef svo er, hvers vegna er farið að þrengja að kristnu fólki í Evrópu? Og það sem er enn verra: Hvers vegna sæta milljónir kristinna manna alvarlegum ofsóknum, kúgun, útskúfun, lokun kirkna, að lesefni sé gert upptækt, hömlur settar á boðunarstarf, þeir beittir ofbeldi, fangelsun og jafnvel dauða? Ástæður ofsókna eða kveikja þeirra, mismununar og takmarkana sem settar eru víða um heim eru mismunandi, en þar má nefna: • Umburðarlaus afstaða annarra trúarbragða eða lífsskoðunar • Umburðarlaus afstaða pólitískrar hugmyndafræði og yfirvalda sem aðhyllast hana • Umburðarlaus afstaða einnar kirkjudeildar til annarrar • Þjóðernisskilningur tengdur einni trú eða lífsskoðun • Pólitískir deiluaðilar látnir fá trúarlegan stimpil eða taka sér hann sjálfir til að réttlæta málstað sinn • Léleg stjórnun yfirvalda. Þar sem mannréttindi eru ekki virt bitnar það á kristnum mönnum ásamt öllum öðrum. Eða sveitastjórnir horfa fram hjá lögum ríkisins og kjósa að innleiða harðari aðgerðir. Við þetta má bæta spillingu þar sem afskiptaleysi ræður þegar menn eru ofsóttir og ekki brugðist við ofbeldinu. • Deilur og árekstrar mismunandi hópa. Samfélögum hættir til að velja réttindi sumra framar annarra þrátt fyrir að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum. Við þetta má bæta að reynt er að víkka út skilninginn á mannréttindum á kostnað sumra. Þrýstingurinn getur komið frá yfirvöldum, samfélaginu eða jafnvel fjölskyldu hins kristna. TRÚFRELSI OKKAR Á MEÐAL Doxat-Purser bendir á að ekkert ríki Evrópu sé meðal hinna 50 efstu á lista Open Doors, þar sem hættulegast sé að vera kristinn. Við búum blessunarlega við gríðarlegt frelsi og ættum að nýta það frelsi sem best. En þrátt fyrir það eiga kristnir menn sums staðar í vandræðum, af misjöfnum toga.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.