Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 44

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 44
| bjarmi | apríl 202144 1 Stefán Júlíusson. Nýjar kvöldvökur 3.hefti 1961, bls.126-130 2 Elín Þorgilsdóttir. Morgunblaðið 27.ágúst 1991, bls. 33 3 Katla Ólafsdóttir Fagnaðarboði 3. tbl. 1991, bls. 2-7 4 Katla Ólafsdóttir. Óbirt ritgerð í kirkjudeildafræði við guðfræðideild Háskóla Íslands, bls. 6 5 Arnljótur Davíðsson. Morgunblaðið 29. júní 2020, bls. 18 var hún ótrúlega afkastamikil við að ganga í hús með Fagnaðarboðann og bera vitni um Krist fyrir þeim sem vildu heyra. Kristínu eru borin ákaflega falleg vitni í minningargreinum að henni látinni. Henni er lýst sem elskandi, umhyggjusamri, glaðlyndri konu, sem bar Drottni sínum vitni í orði og verki hvar sem hún fór. Jesús sagði við lærisveina sína: „Þér eruð ljós heimsins.“ Kristín var slíkt ljós. VILBORG BJÖRNSDÓTTIR (1. JANÚAR 1914-23. JÚNÍ 1985) Vilborg var ein þeirra þriggja kvenna sem störfuðu hvað lengst með Salbjörgu og Guðrúnu. Vilborg hafði frá unga aldri mjög daufa sjón sem dofnaði stöðugt þrátt fyrir stöðuga leit að lækningu. Það var árið 1935 sem Drottinn gaf henni heilbrigða sjón fyrir bæn Guðrúnar og hélt hún henni óskertri fram á síðasta dag. Vilborg sá lengi vel um undirleik á samkomum þeim sem haldnar voru í Hörgshlíðinni. Árið 1948 hófst útgáfa Fagnaðarboðans, málgagns samfélags ins. Vilborg bar hitann og þungan af vinnslu Fagnaðarboðans. Hins vegar var það Guðrún sem ritaði flestar greinar blaðsins. Afgreiðsla blaðsins fór fram í kjallaranum á heimili Guðrúnar og Salbjargar í Hafnarfirði. Þar sat Vilborg löngum stundum við ýmis störf tengd blaðinu en um tíma var það prentað og því dreift í um 10-11 þúsund eintökum. Margar ferðir voru farnar víðs vegar um landið þar sem blaðið var boðið til kaups auk þess sem liðsmenn gengu hús úr húsi klukkustundum saman. Einnig voru áskrifendur margir. MARGRÉT ERLINGSDÓTTIR (19. JÚLÍ 1930-8. JÚNÍ 2020) Margrét var yngst þessara kvenna og tengdadóttir Kristínar Hannesdóttur. Það kom í hlut Margrétar að taka við keflinu. Í minningargrein um hana í Morgunblaðinu í júní sl. segir Arnljótur Davíðsson: „Þegar kynslóðin sem staðið hafði að starfinu var að fylla tal daga sinna steig smám saman fram þessi hógláta kona sem Margrét var. Það kom fljótt í ljós að þar var sami bænakrafturinn, fullvissan og óbifandi trú á Jesú Krist. Hún stóð stöðug í skipsstafni ásamt þeim sem eftir voru, staðföst í bæninni fyrir landi og þjóð og öllum sem óskuðu fyrirbænar ... Margrét sem var einstaklega vel máli farin, boðaði Guðs Orð hreint og ómengað af sömu staðfestu og fyrirrennarar hennar.“ AÐ LOKUM Það er fólgin í því mikil blessun að kynna sér líf þessara kvenna. Það er blessun vegna þess að ávextir andans, eins Páll postuli lýsir þeim í Gal. 5:22, eru svo auðsæir í lífi þeirra, af samdóma lýsingum þeirra sem þekktu þær náið. Blessunin felst líka í því hvernig draga má lærdóm af því hvernig þær fóru að því að lifa í andanum. Þær gerðu það með því að lifa fyrir Krist og fyrirverða sig ekki fyrir vitnisburðinn um hann. Þær gerðu það með að lifa samtímis í náð Guðs og hlýðni við orð hans. Þær gerðu það með því að þjóna og elska náungann í krafti andans. Drottinn blessi minningu þeirra. Með þessu tölublaði hefst nýr árgangur. Áskrifendum hefur fækkað á liðnum árum og alltaf matsatriði hvort eða hvernig skuli halda tímariti sem Bjarma úti. Meðal breytinga nú er að unnt er að vera í pappírslausri áskrift og fá þá áskrifendur blaðið á rafrænu sniði og geta lesið í tölvu eða snjalltæki. Áskrift til þessa hóps er kr. 2.950 á ári. Hefðbundin áskrift er enn í boði og kostar kr. 4.950 á ári. Breytingar voru gerðar á póstþjónustu til útlanda um áramótin og myndi slík áskrift kosta 10-12 þúsund krónur. Því var ákveðið að bjóða eingöngu upp á rafræna áskrift út fyrir landsteinana. Greiðsluseðlar verða sendir á næstunni til innheimtu á árgjaldi yfirstandandi árs. Greiðsluseðillinn er í nafni Salts ehf, sem er útgefandi blaðsins. Áskrifendur sem ekki hafa greitt verða feldir af áskrifendaskrá. Vefsíðan bjarmi.is hefur ekki verið í notkun en draumurinn er að geta sett þar inn efni og nýtt hana samhliða útgáfu blaðsins á komandi mánuðum. Einnig má benda á að Bjarmi er aðgengilegur á timarit.is frá upphafi til ársins 2009. Markmiðið er í samstarfi við Landsbókasafn að þar sé blaðið aðgengilegt nema síðustu 3 árgangar á hverjum tíma. Að lokum skal þess getið að ritnefnd tekur við ábendingum um efni í blaðið og athugasemdum um efni þess, hvort sem viðkomandi vill að þær séu birtar eða ekki. Netfang ritstjóra er ragnar@sik.is. Síminn er 533 4900. Ritnefnd Bjarma Til áskrifenda

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.