Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.04.2021, Blaðsíða 29
bjarmi | apríl 2021 | 29 runnanum hrópaði: Móse, Móse! Og hann svaraði: Hér er ég! Margir hafa spurt sig hvers lags fyrirbæri þessi runni var og hann stundum útskýrður sem náttúrufyrirbæri eða ofskynjanir en það eru hundleiðinlegar pælingar. Þessi saga er ekki þess eðlis að hana eigi að setja upp í einhvers konar Excel skjal. Þarna er lýst guðlegu inngripi sem fékk Móse til að endurskoða líf sitt, einhverju sem verður varla lýst öðruvísi en þarna er gert. Og vitið þið hvað? Brennandi runnar ganga ljósum logum og birtast okkur enn þá í ýmsum myndum. Sjálfur hef ég orðið fyrir inngripi Guðs í líf mitt. Til dæmis sem ungur maður. Þá sá ég skyndilega tilveruna í nýju ljósi, fékk nýjan tilgang og ég tók nýja stefnu. Ef ég reyni að útskýra hvað það var nákvæmlega sem gerðist þá vefst mér tunga um tönn en myndin af talandi eldi úr logandi tré sem þó brennur ekki verður þá ekki svo fjarstæðukennd. Og röddin sem talaði við Móse úr runnanum minnti hann á að jörðin sem hann stæði á væri heilög og því skyldi hann fara úr skónum. AÐKALLANDI VERKEFNI Svipað ákall stendur okkur nærri nú á dögum þó í annarri mynd sé. Sú rödd verður æ ágengari sem kallar á okkur viðvaranir um að jörðin sem við höfum undir fótum okkar sé heilög og viðkvæm sköpun þar sem við getum ekki traðkað á með skítugum skónum endalaust. Og hún minnir okkur á að það er löngu kominn tími til tipla á tánum því annars muni fyrirsjáanlega fara illa. Það verkefni sem heimurinn stendur andspænis, að vinda ofan af þeim vanda sem við höfum komið okkur í og bakað komandi kynslóðum er sannarlega risavaxið, en það er víst raunhæft. Enn þá. Kannski ætti öll prédikunin mín að fjalla um þetta brýna mál en hvað það varðar skulum við taka með okkur úr frásögunni af Móse að þótt verkefnin virðist óleysanleg þá er allt hægt. VERKEFNI MÓSE Og hvert var verkefni Móse? Við getum sagt með sanni að það hafi verið að standa með lítilmagnanum, hinum kúguðu ættmennum sínum í Egyptalandi og gera það á einfaldan og skýran hátt; Hann átti að biðja konung Egyptalands, Faraó, að sleppa þeim lausum úr þrældóminum, annars hlyti hann og þjóð hans verra af. Við heyrðum að Móse þótti hann vera vægast sagt óheppilegur til verksins, stirðmæltur og stamandi, en rödd Guðs í eldinum sannfærði hann að lokum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.