Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 20
Síðustu dagar septembermánaðar voru eilítið svalari, en engu
að síður reyndist þessi septembermánuður einhver sá hlýjasti í
áratugi. Það var ekki fyrr en í lok mánaðarins að menn urðu varir
við næturfrost ájörðu, og líklega kom frost aldrei fram á hitamæl-
um Strandamanna í september. Vitað er um fólk sem fór til berja
þann 4. október, og kom heirn með bláber, allsendis óskenmid af
frosti. Næstu daga þar á eftir hefði enn mátt fara til berja ef
einhverjum hefði hugkvæmst slíkt.
Segja má, að október hafi verið eðlilegur haustmánuður og lítið
urn skakkaföll í veðri. Seint í mánuðinum gerði norðanhret, sem
vakti upp minningar um skaðaveðrið réttu ári áður. Þetta veður
var þó ekkert sambærilegt því fyrra, og fjaraði í raun út án þess að
orð væri á gerandi. Reyndin varð þó sú að þarna var veturinn
kominn, og eftir þetta sleppti hann ekki tökunum, þótt aldrei
væru þau nein fantatök.
Nóvember var rnjög óvenjulegur mánuðir eins og fleiri bræður
hans þetta árið. Frost var nær allan mánuðinn, oft um og yfir 10
stig. Þessu fylgdi þó ekkert vetrarríki, því að snjór var mjög lítill
og veður stillt. Kuldinn setti þó strik í reikninginn á ýmsum
sviðurn. I sveitum þurfti að taka kindur á hús með fyrra móti, og
þeir sem höfðu ætlað að nota haustið til verklegra framkvæmda
utan dyra, urðu rnargir að breyta áætlunum sínurn, þar sem erfitt
varð um jarðvinnu og þess háttar. Meðalhiti í nóvember varð einn
sá lægsti á öldinni.
Desember var sýnu hlýrri og veður ágætt. I mesta lagi náði vind
að hvessa part úr degi endrum og sinnum, en ekkert bætti á snjóa,
og um jólin var jörð nær auð á Ströndum. Vegagerðin tók upp þá
nýbreytni að ryðja veginn norður í Árneshrepp vikulega fram til
jóla, og gekk það vonurn frarnar. Síðasti moksturinn var u.þ.b.
viku fyrir jól, og eftir það hélst vegurinn fær fram yfir áramót.
Slíkt ástand á sér engar hliðstæður í sögunni.
I heild var árið 1996 með þeirn bestu í manna minnum hvað
veðurfar snertir.
Landbúnaður. Sauðburður gekk vel vorið 1996, enda tíðarfar
sérlega hagstætt. Á sama hátt var sumarið hagstætt fyrir búfénað,
úthagi var óvenjuvel gróinn og grös stóðu lengi.
18