Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 52
4,— 5. Guðmundur.................. 19
4,- 5. Ólafur .................... 19
6. Einar ...................... 16
7. Árni........................ 15
8. Þorsteinn .................. 11
9. Björn....................... 10
Af 15 algengustu kvennanöfnum eru 13 í A-flokki, öll norræn,
hvert öðru betra að merkingu og myndarbrag. Athyglisvert er að
fimm þeirra eru í tengslum við Þór (Halldóra, Þuríður, Þorbjörg,
Þóra og Þórunn). Þetta er fornlegt. Af erlendum toga eru svo
dýrlingaheitin Margrét og Kristín, fyrir mörgum öldum tekin upp
í íslensku og lúta lögmálum hennar.
Af níu algengustu karlanöfnum eru sjö norræn, en Jón og
Magnús gróin við mál okkar frá því á 11. öld.Jón er nafn skírarans
og postulans, en Karla-Magnús „keisari dýr“ olli vinsældum
Magnúsar-nafns í upphafi.
Hlutfall Guðrúnar er óvenjuhátt, landsmeðaltalið 1703 var 19,7%,
en Jón er hér aðeins undir landsmeðaltalinu sem var 23,4%.
2.
Nú líður tæp öld, skelfileg öld sem gekk nærri Islendingum. Þjóðin
lifði með naumindum af í landi sínu. En hinn fámenni hópur undir
erlendri einvaldsstjórn hélt menningu sinni furðulega vel.
Þegar næsta allsherjarmanntal var tekið í Strandasýslu 1801,
telst mér að konur hafi verið 543 og karlar 438. Áður en við
hyggjum að algengustu nöfnum, skulum við sjá hvað nafna er
horfíð og hvað komið í staðinn. Á þessu var býsna mikil hreyfmg
það tímabil sem ritgerðin miðast einkum við.
Horfin kvenmannsnöfn frá 1703:
Agnes (b), Arnheiður (a), Arnþóra (a), Asdís (a), Bergljót (a), Bríget
(b), Bryngerður (a), Eyvör (a), Geirþrúður (a), Gunnhildur (a), Halla
(a), Hildur (a), Hróðný (á), Ingigerður (a), Ingiríður (a),Jarþrúður (a),
Jóreiður (a), Kolfinna (a), Signý (a), Sigþrúður (a), Snjálaug (a),
Sólborg (a), Steinríður (a), Steinvör (a), Úrsiíla (b), Þorlaug (a) og
Þórey (a). Hér hefur margt gott farið forgörðum.
50