Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 22
Enn var nokkuð selt af líflömbum frá Ströndum, líklega um
700-800 lörnb. Útlit er fyrir að líflambasala muni halda áfram
enn um sinn, þar sem enn er barist við riðu á nokkrum stöðum á
landinu.
Framleiðslustýring í sauðfjárframleiðslu er nú með þeim hætti
að bændur geta framleitt að vild, en ákveðið hlutfall af lands-
framleiðslunni er flutt út á því verði sem býðst hverju sinni.
Haustið 1996 var þetta hlutfall um 19%, og gengur það jafnt yfir
alla, að frátöldum þeim sem kjósa að fylgja svonefndri 70% reglu,
og eru þá undanþegnir útflutningi. Skoðanir bænda eru nokkuð
skiptar á því, hvort hagkvæmt sé að fjölga fénu og spreyta sig á
útflutningnum. Þó er ljóst að nokkrir hafa ákveðið að stækka
bústofninn. Einnig eru skiptar skoðanir á því hvernig verð í
útflutningi muni þróast. Horfur eru á að bændur fái um 120—160
kr. fyrir kílóið af framleiðslunni 1996, sem er mun hærra verð en
haustið áður. Sumir telja að verðið muni lækka á ný vegna aukins
framboðs, en aðrir telja horfurnar þokkalegar.
Sala á fersku kjöti frá Borðeyri fer vaxandi ár frá ári. Þannig
jókst salan um rúm 30% milli áranna 1995 og 1996, og nemur nú
um 5% af heildarframleiðslu sláturhússins. Kaupendur eru fyrst
og fremst einstaklingar, og nær markaðssvæðið allt frá ísafirði
austur á Hérað. Akurnesingar hafa þó verið öðrum duglegri við
að kaupa kjöt frá Borðeyri. I heild gekk kjötsala mun betur en
árið áður, þótt kjötútsölur skekki þann samanburð nokkuð.
Þannig var 21% af kjöti frá sláturhúsinu á Hólmavík komið í sölu í
lok nóvember, í stað 4% árið áður.
Sláturhúsið Barði á Þingeyri átti í verulegum erfiðleikum
haustið 1996, m.a. vegna gjaldþrots Kaupfélags Isfirðinga. Kaup-
félag Steingrímsfjarðar hljóp þá undir bagga, og tók að sér slátr-
un á Þingeyri með verktakasamningi. Þar var slátrað rúmlega
7.000 ljár, auk þess sem tæplega 1.300 dilkar voru fluttir af
Þingeyrarsvæðinu til slátrunar á Hólmavík og Hvammstanga.
Um nokkurt skeið hafa verið uppi hugmyndir um víðtækt
samstarf sláturhúsanna á Hólmavík, Óspakseyri, Borðeyri,
Króksfjarðarnesi, Búðardal og Hvammstanga í skipulags- og
markaðsmálum. Sérstakur starfshópur vann að undirbúningi
20