Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 112
og býr áfram í Bolnngarvík. Ég heimsótti þau nokkrum sinnum
eftir að þau fluttu vestur þangað og alltaf tóku þau mér með sömu
ljúfmennskunni. Sölvi átti mikið skyggnumyndasafn og hafði
hann yndi af því að sýna mér það. Myndirnar voru flestar frá
æskustöðvum okkar og úr Jökulfjörðum og gleymdum við okkur
stundum alveg við að horfa á þetta merkilega safn. Það var
augljóst að þessum manni þótti vænt um gömlu sveitina sína.
Þarna þekkti hann hvern krók og kima, jafnvel hverja syllu og
skúta í fuglabjörgunum, sjólagið utan við ströndina, fískimiðin
eins og fxngurna á sér. Og þá var honum ekki síður mannlífið
minnisstætt, sveitungarnir, þessir ötulu og æðrulausu menn sem
trúðu jafnvel stundum meira á mátt og megin en samvinnu og
samhjálp, leituðu stundum ekki aðstoðar annarra fyrr en það var
um seinan, lifðu og dóu í sátt við umhverfi sitt og óblíða náttúru,
létu haustbrimið og norðannæðinginn syngja sig inn svefninn en
dreymdi þó samt sem áður sól og vor.
Sölvi flutti með þeim síðustu úr Sléttuhreppi. Upp frá því hefur
sveitin verið í eyði og verður það sjálfsagt um ófyrirsjáanlega
framtíð. Það þarf margt að breytast til þess að fólk flytji þangað að
nýju. Ég hef aldrei komið til Hesteyrar síðan byggð lagðist þar af
og því ekki dómbær á þær breytingar sem þar hafa orðið á gróðri
og mannvistarleifum, en í Höfn hef ég komið stöku sinnum og
gangi maður þar inn gamla túnstæðið og heim bæjartröðina,
kemur manni oftast í hug þéttvaxinn maður með virðulegt yfir-
skegg, meitlaða andlitsdrætti og alvarlegt en traustvekjandi við-
mót.
Sumarliði Betúelsson
Sumarliði var fæddur 20/4 aldamótaárið að Höfn og ólst þar
upp í stórum systkinahópi til fullorðinsára. Og eftir að Sölvi,
bróðir hans, fæddur: É893 d: 1983, flutti til Hesteyrar bjó Sumar-
liði áfram einn í Höfn árum saman. Hann var dugnaðarmaður en
ólíkur bróður sínum um flest, ekki eins háttfastur, afgerandi og
hiklaus í framkomu. Stundum hvarflaði að manni að hann bæri
takmarkað traust til sumra nágrannanna, einkum eftir að hann
110