Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 82
talsvert. Það kom nýtt spor til sögunnar, „austansporið“ kölluðu
gárungarnir í Tungusveitinni það. Sú nafngift kom til af því að
unglingar sem dvalið höfðu í Reykjaskóla lærðu þessa kúnst þar
og komu með hana heim í sveitina. Þótti síðan enginn maður með
mönnum sem ekki kunni austansporið. Einhvern veginn fór það
þó svo hjá mér að mér gekk illa að tileinka mér þessa fótamennt
og hafði af því umtalsverða minnimáttarkennd. Ef ég fór út á
dansgólfið og hugðist bara nota gömlu aðferðina fékk ég á til-
finninguna að dömunum þætti það ekki nógu spennandi, var
þetta oft til þess að ég dró mig bara í hlé þegar stíga skyldi dans.
Þessi fyrr nefndu spilaravandamál í Reykjaskóla lögðust því ekki
þungt á mig. Umgengnisreglur skólans voru mjög strangar hvað
varðaði samskipti kynjanna, voru því fáir sem tóku þá áhættu að
reyna að fara í kring um þær. Aðdráttarafl hins veika kyns er þó
mikið og varð nokkrum sveinum um megn. En skólastjórinn var
ótrúlega naskur að nappa þá og fáir vildu láta hann taka sig oftar
en einu sinni.
Þó félagsandinn væri góður í skólanum og alltaf eitthvað við að
vera, slapp ég ekki við að mér færi að leiðast eftir að fyrsta vikan
var liðin. Eg var nú allt í einu kominn þarna meðal fólks sem ég
hafði aldrei séð áður, utan einn pilt, Lýð Björnsson, sem átt hafði
heima í Hlíð í Kollafirði, en var nú fluttur að Litlu Þverá í Miðfirði
fyrir nokkrum árurn. Umhverfi þarna var líka mjög ólíkt því sem
ég átti að venjast heima. Við þessar aðstæður var mjög algengt að
þessi leiðinda kvilli gerði vart við sig hjá nemendum héraðsskól-
anna. Sem betur fer lagaðist þetta hjá mér eftir fáar vikur.
Eg var alltaf ákveðinn í því að fara heim í jólafríinu, eins og
reyndar flestir nemendur skólans. Það var í höndum skóla-
stjórans að leyfa og skipuleggja þessi jólaferðalög. Akveðið var að
ég hefði samflot með Saurbæingum norður í Bitru. Þeir áttu svo
að fara suður yfir Krossárdal. Til að flýta fyrir og létta okkur
ferðina fengum við far með trillu frá Tannstaðabakka, sem var að
róa með línu út í mynni Hrútafjarðar. Klukkan 6 um morguninn
lögðum við af stað á göngu, 5 Dalamenn, Þórir Daníelsson frá
Borgum og ég. A Tannstaðabakka biðu sjómennirnir ferðbúnir
80