Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 106
tímanum til einskis. Ég reyndi
að fara eftir þessu en gekk mis-
jafnlega. Yngstu bræður Sölva
voru aðeins nokkrum árum
eldri en ég og til þeirra sótti ég í
öllum frístundum mínum, og
fyrir kom að ég hafði meira
yndi af því sem þeir voru að
fást við en af skruddunum.
Kennarinn tók sjaldan hart á
þessari áráttu minni, en
áminnti mig þó næstum dag-
lega að lesa nú vel undir morg-
undaginn.
Sölvi mun hafa verið kominn
nokkuð á fertugsaldur urn
þessar mundir, enn ókvæntur
og í foreldrahúsum. Hann var elstur ellefu systkina og gegndi
óneitanlega forustuhlutverki í þeim stóra hóp, er allt var sem fyrr
segir fólk vel upp alið. Amma sagði oft við okkur óþekktarangana
sína, að við ætturn að taka okkur Hafnardrengina til fyrirmyndar.
Hvort okkur tókst nú nokkurn tíma að fara eftir því skal ósagt
látið, en söm var hennar viðleitni fyrir því, vissi hvað okkur væri
fyrir bestu, þótt fokið gæti í hana all hressilega annað slagið.
Sölvi lék vel á harmonikku og stundum greip hann til hennar í
rökkrinu og spilaði nokkur lög. Hann setti sig þá í vissar stelling-
ar, dillaði öðrum fætinum í takt við lagið og hleypti brúnum eins
og hann væri að leita lausnar í tvísýnu tafli. Hvað var honum þá
efst í huga, verkin sem biðu hans, systkinin mörgu, foreldrarnir
sem þá gerðust gömul og þreytt eða hans eigin framtíð? Þarflaust
að fást við þá gátu. Ég horfði bara á hann úr horni mínu, undrað-
ist leikni hans og kunnáttu, hreifst af tónaflóðinu, fannst lögin
sem hann lék hvert öðru fallegra og allt yfirbragð mannsins
fyrirmannlegt. Stöku sinnum lögðu systur hans frá sér handa-
vinnuna svifu fram á baðstofugólfið og dönsuðu saman eftir
hljóðfalli harmonikkunnar, einkum ef faðir þeirra — sem var
Sölvi Betúelsson.
104