Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 57
3. Magnús 33 =
4. Bjarni 27
5. Gísli 23
6,- 7. Sigurður 21
6,- 7. Björn 21
8,- 9. Árni 17
8,- 9. Ólafur 17
Jón og Guðrún halda sínum hlut vel, og hlutfall Guðmundar er
óvenjulega hátt. Þá er athyglisvert að Guðbjörg er ofan við Mar-
grétu. En mesta athygli vekur þó, að nöfn af framandi toga, svo
sem Anna, María, Rósa, Soffía, Jóhann, Jóhannes, Jónas og Kristján,
sem víða voru í stórsókn og mest á Norðurlandi, eru ekki konrin
hér á toppinn.
Tvínefni sóttu hinsvegar talsvert á. Það er í samræmi við það
sem gerðist víðast um land. Upp úr 1820 fer tvínefnum (og
jafnvel þrínefnum) að ijölga, svo um munar. Þetta gerðist að vísu
mishratt eftir landshlutum, síðast og tregast á Suðurlandi.
Nú eru 15 persónur fleirnefndar (ein þeirra þrínefnd) í
Strandasýslu, 10 konur (1,37%) og 5 karlar (0,82%). Þess má geta
að tíu árum seinna voru samsvarandi tölur 3,39 og 2,27.
Fleirnefndir Strandamenn 1845:
1. Júlíana Kristín María Jónsdóttir eins árs, Kolbeinsvík í Arnes-
sókn, fædd innan sýslu.
2. Auna María Jónsdóttir 10 ára. Litlu-Avík í Árnessókn, fædd
innan sýslu.
3. Hans Jakob Guðmundsson 65 ára, Finnbogastöðum í Árnes-
sókn, fæddur innan sýslu (sjá fyrr).
4. Jóhann Gottfreð Jónasson 28 ára, Eyri í Árnessókn, fæddur
innan sýslu.
5. Elísa Katrín Sigurðardóttir eins árs, Dröngum í Árnessókn,
fædd innan sýslu.
6. Guðmundur Gísli Sigurðsson 12 ára, Stað í Steingrímsfirði,
fæddur utan sýslu.
7. Evlalía María Guðbrandsdóttir 8 ára Kálfanesi í Staðarsókn í
Steingrímsfirði, fædd innan sýslu.
55