Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 64
Sœrðan vildu svikarar myrða,
sökkva í vatn og grjótstein nökkurn
remma þessir rekkar grimmir
ríkulega við háls á líki.
Fullr af miskunn flaxit með hellu,
fundinn var hann á djúpu sundi.
Háleit dýrð með heiðr og sœlu,
Hallvarðs skinn um Nóreg allan.
Arið 1703 báru 30 íslendingar Hallvarðs-nafn, og var sjötti
hluti þeirra á Ströndum. Síðan fór þeirn fækkandi, en hafa þó
verið 10—15 í öllurn aðalmanntölum síðan. Nafninu bregður fyrir í
síðustu árgöngum.
Um kvenheitið Hugborg finnast ekki forn dæmi, en fyrir kemur
í Eddukvæði kenningin liugborg sem virðist merkja brjóst fremur
en höfuð.
Fyrir 1703 voru til orðin hér á landi skírnarnöfnin Hugbjörg og
Hugborg. Var ein Hugbjörg (í Rangárvallasýslu) og fjórar Hugborg-
ir. Hugbjargar-nafn var örsjaldgæft og virðist týnt, en Hugborgir
hafa verið nokkrar frá 1703, flestar tíu í aðalmanntali 1910. Árið
1801 voru þær sex, ein þeirra í Strandasýslu, Hugborg Magnús-
dóttir þrítug húsfreyja í Skjaldarbjarnarvík í Árnessókn.
Hugborg er enn dável lifandi nafn á Islandi.
Jason er grískt hetjunafn, og höfðu Islendingar ort af honum
rímur. Nafnið er af grískri rót sem merkir að lækna. Einn var
Jason á Islandi 1703 og sá í Rangárvallasýslu, aftur einn 1801 og nú
í Árnesþingi. Árið 1845 voru orðnir sex, flestir í Húnavatnssýslu,
en einn Strandamaður, Jason Sigurðsson, fjögurra ára á Dröng-
um í Árnessókn.
Menn með þessu nafni hafa alltaf verið örfáir hér á landi,
teljandi á fingrum annarrar handar í öllum aðalmanntölum, en
nafnið lifir.
Jústa er afar sjaldgæft kvenheiti og ekki alveg ljós uppruni þess.
Umsvifaminnst er að draga það beint af latneska lýsingarorðinu
justus = réttlátur. Það gæti þó verið myndað eftir karlheitinu Júst
(Jost) sem er af öðrum uppruna.
62