Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 42
Eftir að Félagsverslunin við Húnaflóa leið undir lok 1877 kom-
ust verslunarhúsin á Borðeyri í eigu Zöllners, ensks stórkaup-
manns, og varð Pétur verslunarstjóri hjá honum þar til hann flutti
brott 1879. Sagt er að síðasta veturinn á Borðeyri hafí Pétur
smíðað sexæring inni í pakkhúsi og siglt honum um vorið er ísa
leysti út á Bitrufjörð að ósum Krossár. Þaðan hafi báturinn verið
dreginn á hestum yfir Krossárdal að Gilsfirði, síðan hafi Pétur
undið upp segl og siglt út í Akureyjar til föður síns þar sem hann
settist að.
Kristján Hall, tengdasonur Péturs Eggerts, varð þá verslunar-
stjóri en hans naut ekki lengi við. Hann lést af voðaskoti 1881.
Nú kemst Borðeyrarverslun í eigu Hans A. Clausen sem víða
rak verslun á Islandi í þá tíð, verslunarstjóri hans varð Heinrich
Biering.
Um þetta leyti rís upp önnur verslun á Borðeyri. Árið 1878 hóf
Valdimar Bryde kaupmaður verslun á Borðeyri, reisti fyrir hana
hús, mikla myndarbyggingu sem seinna varð aðsetur sýslumanns
Strandamanna rneðan hann bjó á Borðeyri, þá kölluð sýslu-
mannshús. Nú voru komnar tvær kaupmannaverslanir á staðinn.
Sama ár réðist til Brydesverslunar ungur danskur piltur sem
lærlingur í verslunarfræðum. Hann hét Thor Jensen, af honum
er mikil saga sem ekki verður sögð hér.
Árið 1890 kaupir Richard Peter Riis verslunina af Hans A.
Clausen. Riis var þá búinn að vera í þjónustu Clausens um nokk-
urra ára skeið, hafði meðal annars rekið lausakaupmennsku í
Skeljavík við Steingrímsfjörð að sumrinu. Árið 1892 kaupir svo
Riis einnig Brydeverslun sem þá var að dragast saman, og eftir
það varð um tíma aðeins um eina verslun að ræða. En ekki var
með öllu laust við samkeppni. Verslunarfélag Dalamanna sem
reis upp eftir að Félagsverslun leið undir lok, var þá starfandi
undir forustu Torfa Bjarnasonar í Ólafsdal. Verslunarfélagið
starfaði sem deildarskipt pöntunarfélag og hafði aðstöðu á Borð-
eyri í litlu geymsluhúsi fremst á tanganum, þar voru lagðar upp
vörur á vegum félagsins þar til Kaupfélag Hrútfirðinga var stofn-
að árið 1899.
40