Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 45
að engan hefur sakað að kynnast Riis á þennan yfirnáttúrulega
hátt og er það trú sumra að hann sé þarna enn og fylgi þessu húsi
eins og góður vættur og gæti þess.
Vonandi er það rétt því svo merkilegt sem það er þá er þetta
eina húsið sem enn stendur frá fornurn frægðartíma staðarins.
Oll hin verslunarhúsin utan pakkhúsið frá 1860 urðu eldi að
bráð. Nýleg verslunarhús Kaupfélags Hrútfirðinga brunnu til
ösku árið 1931, þá flutti kaupfélagið starfsemi sína í hin görnlu
verslunarhús Riisverslunar sem það hafði keypt árið áður.
Arið 1941 varð annar stórbruni á Borðeyri, að þessu sinni af
völdurn setuliðsins breska sem fór óvarlega með eld og þá brann
Riisverslunin, frystihúsið, hluti sláturhússins og einnig svokallað
sýslumannshús til grunna og meginhluti staðarins var rjúkandi
rúst.
Þessir miklu brunar urðu Borðeyri ægilegt áfall, segja má að
staðurinn hafi aldrei náð sér að fullu síðan. Þessi skaði er því á
margan hátt óbætanlegur, einnig glötuðust mest öll gögn um
verslunina. Aðeins það sem varðveitt var í Riishúsi bjargaðist.
En nú fékk Riishús nýtt hlutverk, í það var verslunin flutt á
jarðhæðina, en efri hæðin var íbúð fyrir verslunarstarfsmenn.
Kaupfélagsstjórinn flutti í annað hús, „Tómasarbæ" sem kaup-
félagið hafði þá nýkeypt. Þarna var verslunin starfrækt þar til
kaupfélagið reisti ný hús undir starfsemi sína og flutti þangað
verslunina árið 1960 og þar er hún nú.
Margir erti þeir sem búið hafa í þessu húsi um lengri eða skemntri
tíma og væri of langt upp að telja, enda brestur mig kunnugleika
til þess. En ekki verður svo skilist við íbúa Riishúss að ekki sé
minnst á þær Höllu og Rúnu sem um áraraðir bjuggu tvær saman
í litlu súðarherbergi í Riishúsi. Halla Björnsdóttir var Arnesingur
að uppruna en fluttist ung norður í Hrútafjörð að Bæ til Sigurðar
Sverrissonar sýslumanns, giftist Kristjáni Gíslasyni sýsluskrifara,
fyrsta formanni Kaupfélags Hrútfirðinga og bjuggu þau lengst af
á Prestbakka, þar til Kristján lést árið 1927.
Það orð fór af Höllu að hún hefði verið óvenjuleg kona urn
margt, stórglæsileg, tápmikil, hraust, gáfuð og orðdjörf og hrók-
43