Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 26
sóknardagakerfi eða aflamark. Flestir munu hafa valið sóknar-
dagakerfið, sem þýðir að trillurnar geta sótt sjó í tiltekinn daga-
fjölda á árinu. Þetta fyrirkomulag kom í stað banndagakerfis sem
áður var við lýði. Þessari breytingu fylgir sá kostur, að hægt er að
sækja sjóinn þegar best hentar. Hins vegar hafa margir áhyggjur
af framtíð þessara veiða. Þorskveiðar trillubáta hafa nefnilega
gengið mjög vel síðustu mánuði, og bendir flest til þess að afli
þeirra fari langt fram úr áætluðu hámarki á fiskveiðiárinu Í996—
Í997. Þetta mun þýða, að sóknardagar á næsta fiskveiðiári, þ.e.
Í997-Í998, verði mun færri en nú. Því kann svo að fara, að
fjölmargar trillur verði verkefnalausar strax urn jólaleytið Í997,
og hætt er við að fjárhagur útgerðanna beri ekki biðina fram til i.
september 1998, þegar þarnæsta fiskveiðiár hefst.
Sem fyrr var Hallvarður á Horni langaflahæsta trillan á Strönd-
um. Árið 1996 landaði Hallvarður tæplega 163 tonnum af fiski á
Hólmavík, þar af rúmlega 60 tonnum í nóvember og desember.
Skv. aflatölum frá Hólmavíkurhöfn landaði næstaflahæsta trillan
67 tonnum á árinu. Samtals lönduðu 24 trillur 673 tonnum af
fiski á Hólmavík 1996, og fór yfirgnæfandi hluti þess afla í gegn-
um Fiskmarkað Hólmavíkur. Afli Hallvarðs er með því mesta sem
menn hafa séð á síðustu árum, en þó komst forveri hans, Sædís, í
168 tonn árið 1992.
Talsverð aukning varð á umsvifum í saltfiskvinnslu Gunnsteins
Gíslasonar í Norðurfirði. Þar var landað um 230 tonnum af fiski á
árinu, eða um 50 tonnum meira en árið áður. Meiri hluti þessa
afla var saltaður á staðnum, en eitthvað flutt ferskt á markað. Sala
á saltfiski gekk sæmilega, en afkoman var fremur léleg. Trilluút-
gerð var stunduð frá Norðurfirði allt árið. Yfir hásumarið voru
gerðar þaðan út 7—8 trillur, en annars 2—4.
Meira um atvinnumál. Mikil vakning varð í ferðaþjónustu á
Ströndum á árinu. Þann 15. júní opnuðu hjónin Magnús H.
Magnússon og Þorbjörg Magnúsdóttir nýjan veitingastað á
Hólmavík, Café Riis. Veitingastaðurinn er í elsta húsi staðarins,
Riis-húsi, sem þau hjónin höfðu gert upp í upprunalegri mynd.
Síðustu vikurnar fyrir opnunina lögðu iðnaðarmenn á Hólmavík
nánast nótt við dag til að gera þetta stórvirki að veruleika. Vönd-
24