Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 107
mjög andvígur öllu hoppi og híi — var utanhúss. Þær kunnu vel
sitt fag, liðu um gólfið létt og frjálslega, ijaðurmagnaðar í hreyf-
ingurn eins og verur úr öðrum heimi. Um varir þeirra lék dulúð-
ugt bros og augun ljómuðu. Það var engu líkara en það biði þeirra
stórkostlegt ævintýri á næstu grösurn. Og þó ég væri ekki ennþá
kominn í kristinna manna tölu fór ekki hjá því að ég hrifist af
þessum háttprúðu og glæsilegu systrum.
En allt í einu lagði harmonikkuleikarinn frá sér hljóðfærið, reis
á fætur, tók höfuðfat sit og vettlinga og hvarf niður um loftsgatið
til gegninga eða tófuveiða. Hann lá oft úti heilu næturnar hér og
þar í landareigninni, út við Hamar eða yfir á svokölluðu Græna-
nesi. Og ekki truflaði myrkfælnin manninn eða óttinn við eitt-
hvað „óhreint úr sjónum“ eins og eldra fólkið orðaði það. Veiði-
hugurinn kom í veg fyrir allar slíkar hugrenningar. Stundum
kom hann heim með tvo refi eftir nóttina. Þá var venjulegast létt
yfir honum, gerði að gamni sínu við heimilisfólkið og gleymdi
jafnvel að fara yfir það sem hann hafði sett mér fyrir áður en
hann fór. Og feginn varð ég. Hefði víst ekki staðið mig of vel ef til
þess hefði komið. Helgakverið og stærðfræðin voru, að mér
fannst, afspyrnuleiðinlegar námsgreinar. Ég blátt áfram svitnaði
við að þurfa að opna þær skruddur, lærði kverið eins og páfa-
gaukur án þess að skilja stakt orð af því sem ég var að lesa né að
kunna að notfæra mér útlistanir kennarans, þótt góðar væru. Ég
var á þessum aldri einhvern veginn lokaður fyrir þessu og stærð-
fræðinni sem sló mig ærið oft út af laginu, svipti dómgreindinni
út í veður og vind, þegar mig minnst varði. Sölva fannst ég vera
seinn að hugsa og það var víst orð að sönnu. Ég gat blátt áfram
ekki náð tökum á þessu fyrirbæri, sem svo alltof mörg mannleg
samskipti byggjast á. Hins vegar gekk mér þokkalega í hinum
námsgreinunum flestum, svo sem í skrift, íslensku, sögu og landa-
fræði. Biblíusögurnar kunni ég og vel að meta. Það var gaman að
þeim, þótt mér fyndist síðar, er ég fór að lesa biblíuna, rnargt þar
ótrúverðugt.
Sölvi var af öllum sem til þekktu talinn mjög vel að sér þótt enga
hefði hann skólagönguna. Hann var því virtur vel, öfgalaus og
varfærinn að jafnaði í dómum sínum um menn og málefni. Og
105