Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 149
Þessa sögu kann ég ekki lengri. Hún er sett saman úr þeinr
slitrum sem ég heyrði sagðar í Ófeigsfirði, einkum af Jóni Arn-
grímssyni í Ófeigsfirði. Jón var alinn upp á Dröngum og var þetta
því vel kunnugt. Eg var þá svo ungur að ég hafði ekki vit á að
spyrja nánar út í þetta. Eins heyrði ég Jóhannes Magnússon, son
Magnúsar þess sem þarna var í ferð, segja frá þessu. En það var
sama, ég hirti ekki um að spyrja frekar eða gefa því gaum hvað
sérstakt þetta atvik var og hversu mjótt hér var milli lífs og dauða.
Og eigi verður ófeigum í hel komið. Oft eru kröggur í vetrarferð-
um, en hér tókst gæfulegar til um leikslok en allar aðstæður gáfu
tilefni til.
Magnús sá sem hér um ræðir var lítill maður vexti og ekki að sjá
burðarmikill, en hann var ótrúlega seigur og þolgóður. Það sann-
ar sú saga sem Sigmundur Guðmundsson á Melum skráði (í
„Heima er best“) um það þegar þeir feðgar, Magnús ogJóhannes,
fóru í fiskiróður og sáu eitthvert ferlíki á sjónum langt undan
austur á Flóa. Fóru þeir að forvitnast um hvað þetta væri. Það
reyndist vera dauð hrefna uppblásin. Þeim þótti blóðugt að reyna
ekki að koma henni til lands, svo þeir festu bönd í hana og tóku til
að róa fyrir henni upp í Drangavík. Báðir voru þeir feðgar krafta-
smáir, en seiglan ódrepandi.
Um Jón Pétursson er það að segja að hann var mjög bráð-
þroska. Þótti hann mikill fyrir sér á unglingsárum sínum og lét sér
ekki allt fyrir brjósti brenna, enda alinn upp eins og aðrir á þeirri
tíð í aðdáun á afreksverkunr forfeðranna.
Því var hvíslað að fyrrnefnt skipsstrand á Dröngum hefði dreg-
ið þann dilk á eftir sér að upp úr því hefðu þeir Drangamenn,
einkum Jón, fengið draug til fylgdar úr skipshöfninni. Var
draugur sá nefndur Stígvélabrokkur. Atti hann að vera í stígvéli
með trébotni á öðrum fæti en berfættur á hinum. Göngulag hans
var því sérkennilegt. Þóttust ýmsir heyra það á undan komu Jóns
og sumra ættmenna hans. En Jón Pétursson er sá maður sem í
minni vitund var víkingurinn með barnshjartað. Hann var stór í
gerðum ef honum þótti það við eiga, en mjög hjartahlýr, greiðvik-
inn og góðsamur við alla sem minna nráttu sín. Mátti ekkert aumt
sjá eins og það var orðað. Jón var vel greindur og sérlega orð-
147