Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 158
lengst og best þekktu hann sögðu þá oft að nú væri hann að tukta
einhvern náunga sem hann átti að hafa lent í útistöðum við á
sínum yngri árum. Eg spurði aldrei neitt nánar út í þá viðureign,
en hafi þau verið jafn þung og þau sem þarna voru gefin, öfunda
ég ekki aumingja manninn.
Gummi notaði orðið neftóbak þegar hér var komið sögu, átti
fallegar silfurbúnar tóbaksdósir og handlék þær annað slagið.
Stundum lagði hann frá sér smíðatólin, sneri baki við hefilbekkn-
um, teygði rólega úr sér, tók upp dósirnar og ýtti þeim eins og til
næsta manns, hvort sem sá var nærstaddur eða ekki og tautaði:
„Þetta gengur ekki, nú er ég að fá letikast“. Þannig stóð hann um
stund, og beið þess, að því er virtist, að einhver fengi sér korn í
nefið honum til samlætis. Þetta varð til þess að ég fór stundum að
lykta af tóbakinu hans yrði ég áhorfandi að þessari formföstu
athöfn.
Ekki vorum við alltaf sammála karlarnir þarna í slippnum og
stundum flugu hnútur um borð, sér í lagi ef stjórnmál bar á
góma. Vildi þá oft hitna heldur betur í kolunum. Við Gummi
voru ekki aldeilis sammál á þeim vettvangi og stældum því æði oft
ef tími vannst til. En aldrei varð það til þess að spilla vináttu okkar,
við vorum samir eftir sem áður. Það var svo freistandi að vera ekki
sammála. Elins vegar vildu ýmsir aðrir leggja þarna orð í belg og
létu þá stundum stór og þung orð falla. Fór það stundum misjafn-
lega vel í minn mann. Og eitt sinn þegar mér fannst úrskeiðis
ganga og kallaði maður nú ekki allt ömmu síma, varð þessi vísa til:
Hœtta skaltn að hóta honum
heldur skaltu lofa hann
því fjörugur er hann ífótunum
en fremur þver að ofan.
Nokkru síðar vorum við tveir fúskarar, eða gervismiðir, eins og
þeir voru stundum nefndir sem ekki höfðu full réttindi í iðninni,
að setja upp skilrúm milli vélarrúms og lestar í stórum bát frá
Bolungarvík. Heyrðum við þá hark nokkurt uppi á þilfarinu, og
156