Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 28
Rakel Pálsdóttur, þjóðfræðinema. Unnu þau að verkefninu fram
á haust.
Óhætt er að fullyrða að vinna Jóns og Rakelar hafi haft mikil
áhrif í ferðaþjónustunni á Ströndum. Þeirra fyrsta verk var að
korna út atburðadagatali, þar sem tíundaðir voru helstu viðburðir
sumarsins. Aður höfðu þau reyndar sjálf lagt drög að allmörgum
þessara viðburða. Komið var á gönguferðum með leiðsögn víða
um sýsluna, efnt til mikillar bryggjuhátíðar á Drangsnesi í júlí,
auglýstar upp hestaferðir, sett upp kaffileikhús og ljósmyndasýn-
ingar, Ferðamálafélag Strandasýslu endurvakið, og svo mætti
lengi telja. Þessu fylgdi rnikil jákvæð umræða um ferðaþjónust-
una og héraðið heirna og heiman, því að verkefnið vakti mikla
athygli. I árslok voru líkur á því, að héraðsnefndin myndi standa
fyrir framhaldi verkefnisins eitt eða tvö ár til viðbótar, með aðal-
áherslu á bætta upplýsingaþjónustu og markaðssetningu.
Handverksfólk á Ströndum hélt sínu striki á árinu. Handverks-
hópurinn Strandakúnst kom sér upp aðstöðu í nýja félagsheimil-
inu á Hólmavík og rak þar handverksbúð yfir sumarið. Af hand-
verki Strandamanna vöktu forneskjulegar galdrabækur Sigurðar
Atlasonar mesta athygli. Bækurnar eru gerðar úr rekaviði, roði,
skinnum og beinum, og í þeim rná finna ýmsan nytsaman fróðleik
um aðferðir forfeðranna í kvennamálum ofl.
Um vorið var opnað bakarí á Hólmavík. Tveir bræður frá
Akranesi stóðu að þessu framtaki, og stofnuðu um það fyrirtækið
Hús bakarans ehf. Þeir fengu aðstöðu í húsnæði Kaupfélags
Steingrímsfjarðar, þar sem eitt sinn var svonefnd matarbúð.
Mörgum þótti nýmæli í því að fá nýtt brauð og bakkelsi á hverjum
degi, en Adam var ekki lengi í Paradís, því að í nóvember hætti
fyrirtækið skyndilega starfsemi sinni á Hólmavík, og bræðurnir
fluttu af staðnum.
Hús bakarans bakaði ekki bara brauð, heldur bauð fyrirtækið
einnig upp á heimsendingu á pizzum. Sömu þjónustu var hægt að
fá hjá Café Riis. Um tíma gátu Hólmvíkingar því valið um tvo
pizzustaði, en nokkrum vikum fyrr hefði engum dottið slíkt í hug.
I árslok var Café Riis orðið eitt urn hituna eftir brotthvarf bakar-
anna.
26