Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 30
starfi á Ströndum. Starfsemi Héraðssambands Strandamanna
(HSS) var þó með nokkuð hefðbundnum hætti á árinu. Sem fyrr
var Strandagangan einn veigamesti þátturinn í starfseminni, en
hún var haldin í annað sinn þann 2. mars, að þessu sinni á
Steingrímsfjarðarheiði í 400 m hæð yfir sjó. Reyndar var ætlunin
að ganga í Selárdal, og höfðu skíðagöngumenn á Ströndum lagt
mikla vinnu í að leggja brautir þar. Hlýindi bundu enda á þessar
fyrirætlanir, því að kvöldið fyrir gönguna var snjórinn að mestu
horfmn. Attatíu og tveir keppendur þreyttu gönguna, lf fleírí en
árið áður. Mun þetta vera með ijölmennustu göngumótum Is-
landsgöngunnar. Flestir göngumennirnir voru af Ströndum, en
einnig mættu til leiks allmargir göngumenn úr öðrum héruðum.
Skíðagöngumenn af Ströndum létu að sér kveða á göngumót-
um víða um land. í því sambandi má nefna, að Sigvaldi Magnús-
son á Stað í Steingrímsfirði sigraði í 5 km göngu í Fjarðargöng-
unni á Ólafsfirði 16. mars og í 6 km göngu í Fossavatnsgöngunni á
Isafirði í byrjun maí. Guðrún systir hans komst einnig á verð-
launapall á þessum mótum. Þá unnu Sigvaldi og Birkir Stefáns-
son gullverðlaun á Vestfjarðamóti á Seljalandsdal 23. mars. Ann-
ars var skíðaiðkun afar erfið á árinu 1996 vegna fádæma snjóleys-
is.
Steinunn Eysteinsdóttir á Hólmavík varð Islandsmeistari í
glímu í sínum aldursflokki í byrjun mars. Hún vann einnig gull á
grunnskólamóti í greininni.
Karlalið HSS tók í fyrsta sinn þátt í íslandsmótinu í körfubolta,
2. deild. Keppni í deildinni lauk í Varmahlíð í lok mars, og
höfnuðu Strandamenn í 5. sæti í sínum riðli. Liðin í riðlinum voru
að vísu aðeins 5, en engu að síður stóð liðið sig með sóma og
liðsmenn höfðu gaman af. Lið Leifs heppna bar sigur úr býtum á
körfuboltamóti HSS.
Victoría Rán Óafsdóttir frá Svanshóli var ráðin framkvæmda-
stjóri HSS yfir sumarmánuðina.
Seint í júní gekkst HSS fyrir sumarbúðum fyrir 9—12 ára börn
að Laugarhóli í Bjarnarfirði, og var það í fyrsta sinn í nokkur ár
sem börnum í héraðinu gafst kostur á slíku.
Fyrsta almenningshlaupið á vegum HSS, a.m.k. hin síðari ár,