Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 157
árum meðan rnaður var að hlaupa af sér hornin. Og þegar ég
þakkaði henni aðstoðina svaraði hún eitthvað á þessa leið að mig
minnir: „Hvað á ég annars að gera? Þú ert svo mikill furðufugl,
greyið mitt“.
Sagt var að Gummi hefði verið nokkuð fyrirferðarmikill á
sínurn yngri árum, eða áður en hann festi ráð sitt, einkum ef hann
neytti áfengis, sem ekki mun nú hafa verið algengt, hvorki hjá
honurn né öðrum í hans byggðarlagi. Og með hliðsjón af karl-
mennsku hans, mun þá ekki hafa verið heiglum hent að reita
hann til reiði. En um það leyti sem kynni okkar hófust hafði
hugarró og yfirvegun fullorðinsáranna heft mesta brunann í
blóðinu og alvara lífsbaráttunnar tekið við. Brauðstritið hófst svo
snemma hjá ungviðinu á fyrstu tugum aldarinnar. Gumrni var að
sögn bráðþroska og af þeirn sökum varð hann fljótlega fær um að
takast á við það sem fyrir lá hverju sinni. Strit og aftur strit var það
sem við unglingunum blasti á þessum árum, sumir guggnuðu,
aðrir létu engan bilbug á sér finna og börðust til sigurs. Einn af
þeim síðarnefndu var Gummi Ben. Kjörorð hans var að sigra eða
að falla með sæmd. Uppgjöf kom ekki til greina.
Svo liðu árin. Næst lágu leiðir okkar saman er ég gerðist starfs-
maður dráttarbrautarinnar í Isafjarðarkaupstað undir stjórn
þeirra heiðursmanna Marselíusar Bernharðssonar og Eggerts
Lárussonar. Þar var þá Gumrni Ben fyrir og enn í fullu fjöri,
kvikur á fæti og knár á velli. Að vísu örlítið þéttvaxnari en áður,
en glettinn og gamansamur eins og í gamla daga. Við urðum fljótt
rnestu mátar og gott var að eiga hann að, ef átaka var þörf, sem oft
henti á þessum vinnustað. Eikarstykkin sem notuð voru í byrðing
bátanna voru erfið viðfangs fyrir þá sem minnimáttar voru,
plankarnir þungir á höndum. Og þótt ég lenti ekki oft í því að
byrða skip, kom það þó fyrir. Það var ærið erfiði að taka plankana
sjóðheita úr hitakistunni, hlaupa með þá upp á vinnupalla og
negla þá niður í einni lotu og áður en þeir næðu að kólna. Oftast
voru þeir negldir með 5 eða 6 tommu skipasaumsnöglum galvan-
íseruðum og reknir inn með slaghamri eða sleggju. Það var gam-
an að horfa á Gumma í þessum ham. Hann fylgdi höggunum vel
eftir og naglarnir voru fljótir að hverfa inn í plankann. Þeir sem
155