Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 111

Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 111
Nokkrum sinnum kom ég að Reyrhól í heimsókn til þeirra hjónanna og þangað var ætíð gott að leita, bóndinn ræðinn og skemmtilegur, hafði frá mörgu að segja, bæði frá nýjum og göml- um tíma. Hann var glöggskyggn og kunni flestunr betur að skilja hismið frá kjarnanum. Og húsfreyjan, þessi hógværa og hlé- dræga kona, vildi jafnan hvers manns vanda leysa, stóð heils hugar við hlið manns síns í blíðu og stríðu. Hjá þeim hjónum var um skeið gömul heiðurskona af Strönd- um sem Dagmey hét Jónsdóttir. Var hún í vinnumennsku fyrstu árin, en hafði áður verið vinnuhjú víða á Ströndum og um skeið á Sléttu. En er árin færðust yfir hana og starfsgetan þraut að mestu tóku þau hana að sér. Hjá þeim naut þessi glaðværa, góða kona ástúðar og umhyggju til hinstu stundar og þurfti aldrei að kljást við tómlætið og einmanaleikann sem ellinni fylgir svo alltof oft, gat hlegið og gert að gamni sínu meðan hún mátti mæla. Og hennar lífshlaup væri í rauninni efni í annan þátt að mínum dómi. Oft tóku þau Sigrún og Sölvi að sér börn og unglinga til lengri eða skemmri dvalar, litu á þau sem börnin sín, því sjálf áttu þau engin, gerðu allt það fyrir þau sem í þeirra valdi stóð, glæddu með þeim trú á lífið og hið góða og hjarthreina í mannssálinni, og frá þeim komu börn færari og fullkomnari en áður, enda minnast þessir hamingjusömu einstaklingar hjónanna með virðingu og þökk, vistin undir þeirra þaki þiggjendunum ógleymanleg. Áður en Sölvi fór úr foreldrahúsum var hann um skeið formaður á útvegi föður síns og fórst honum það vel úr hendi eins og allt annað sem hann fékkst við um dagana. Áraskipið sem hann stýrði var — að mig minnir — sexæringur og hét því sérstæða nafni Bót. Reyndist hún hin mesta happafleyta, hvernig sem viðraði til sjáv- arins, og flutti eigendum sínum björg í bú árum saman. Sölvi var svipmikill og virðulegur stjórnandi og það fór fátt fram hjá hon- um þar sem hann sat við stýrið og leiddi far sitt að landi, oft við erfiðar aðstæður. Hann flasaði ekki að neinu og öll viðbrögð hans mótuðust af einbeitni og festu. Sumarið 1952 fluttu þau hjónin svo til Bolungarvíkur og áttu þar heima síðan, eða þar til Sölvi lést árið 1983. Sigrún er enn á lífi 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.