Strandapósturinn - 01.06.1996, Qupperneq 111
Nokkrum sinnum kom ég að Reyrhól í heimsókn til þeirra
hjónanna og þangað var ætíð gott að leita, bóndinn ræðinn og
skemmtilegur, hafði frá mörgu að segja, bæði frá nýjum og göml-
um tíma. Hann var glöggskyggn og kunni flestunr betur að skilja
hismið frá kjarnanum. Og húsfreyjan, þessi hógværa og hlé-
dræga kona, vildi jafnan hvers manns vanda leysa, stóð heils
hugar við hlið manns síns í blíðu og stríðu.
Hjá þeim hjónum var um skeið gömul heiðurskona af Strönd-
um sem Dagmey hét Jónsdóttir. Var hún í vinnumennsku fyrstu
árin, en hafði áður verið vinnuhjú víða á Ströndum og um skeið á
Sléttu. En er árin færðust yfir hana og starfsgetan þraut að mestu
tóku þau hana að sér. Hjá þeim naut þessi glaðværa, góða kona
ástúðar og umhyggju til hinstu stundar og þurfti aldrei að kljást
við tómlætið og einmanaleikann sem ellinni fylgir svo alltof oft,
gat hlegið og gert að gamni sínu meðan hún mátti mæla. Og
hennar lífshlaup væri í rauninni efni í annan þátt að mínum
dómi.
Oft tóku þau Sigrún og Sölvi að sér börn og unglinga til lengri
eða skemmri dvalar, litu á þau sem börnin sín, því sjálf áttu þau
engin, gerðu allt það fyrir þau sem í þeirra valdi stóð, glæddu með
þeim trú á lífið og hið góða og hjarthreina í mannssálinni, og frá
þeim komu börn færari og fullkomnari en áður, enda minnast
þessir hamingjusömu einstaklingar hjónanna með virðingu og
þökk, vistin undir þeirra þaki þiggjendunum ógleymanleg. Áður
en Sölvi fór úr foreldrahúsum var hann um skeið formaður á
útvegi föður síns og fórst honum það vel úr hendi eins og allt
annað sem hann fékkst við um dagana. Áraskipið sem hann stýrði
var — að mig minnir — sexæringur og hét því sérstæða nafni Bót.
Reyndist hún hin mesta happafleyta, hvernig sem viðraði til sjáv-
arins, og flutti eigendum sínum björg í bú árum saman. Sölvi var
svipmikill og virðulegur stjórnandi og það fór fátt fram hjá hon-
um þar sem hann sat við stýrið og leiddi far sitt að landi, oft við
erfiðar aðstæður. Hann flasaði ekki að neinu og öll viðbrögð hans
mótuðust af einbeitni og festu.
Sumarið 1952 fluttu þau hjónin svo til Bolungarvíkur og áttu
þar heima síðan, eða þar til Sölvi lést árið 1983. Sigrún er enn á lífi
109