Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 77
Guðnason, sem þá var kennari við Reykjaskóla, og pantaði fyrir
mig skólavist. Þar með var það klappað og klárt ca. tíu mínútum
eftir að ég hafði fyrst heyrt á skólagöngu minnst.
Reykjaskóli átti að byrja fyrsta vetrardag. Bílvegur var kominn
út með Hrútafirðinum að Skálholtsvík. Þangað átti að koma bíll til
að sækja krakka sem komu sunnan úr Saurbæ og Skarðströnd og
þar átti ég, sem var einn úr miðhluta Strandasýslu, að fljóta með.
Að sjálfsögðu tók bíllinn svo þá nemendur úr Bæjarhreppnum
sem voru í leiðinni. Pabbi og Billi fluttu mig daginn áður í bát inn í
Guðlaugsvík. Krakkarnir að sunnan höfðu líka kornið norður yfír
Krossárdal og gistum við öll í Víkunum. Morguninn eftir kom svo
farkosturinn, tveggja tonna Ford með tréhúsi og palli. Á pallin-
um var trékassi með trébekkjum og svolitlum gluggaborum uppi
undir þaki, sem sagt dæmigert fólksflutningatæki þessara ára.
Inn í þennan kassa var okkur svo troðið með öllu okkar hafur-
taski. Síðan var skrönglast af stað, oftast keyrt í fyrsta gír, enda
bauð vegurinn ekki upp á hraðakstur. En þetta gekk bara hægt og
örugglega og inn að Kjörseyri komum við um miðjan dag. Þaðan
vorurn við svo selflutt á lítilli skektu yfir fjörðinn. Ekki held ég að
það hafi hvarflað að nokkrum manni að fara að keyra með okkur
í kring um fjörð fyrst til var skekta sem tók okkur í bara þremur
ferðum og við gátum róið sjálf.
Guðmundur Gíslason skólastjóri tók á móti nemendum sínum
á tröppum skólans, heilsaði öllum með þéttu handabandi og við
kynntum okkur um leið. Guðmundur var þéttur á velli og þéttur í
lund og bauð strax af sér góðan þokka. Við bárum öll ómælda
virðingu fyrir honum, sum kannski svolítið óttablandna.
Búið var að raða nemendum niður í herbergin fyrirfram. Eg
hlaut vist á Svalbarða í 6 manna herbergi með tveimur stólum og
einu borði. Kojur voru svo þrjár hærri og þrjár lægri. Vistarveru
þessari sem mun hafa verið um það bil 12 nr deildi ég með einum
Strandamanni, Jóhannesi Péturssyni frá Reykjarfírði og fjórum
Dalamönnum; Gesti Guðmundssyni frá Níp, Ketilbirni Magnús-
syni frá Tjaldanesi, Jóni Jóhannessyni frá Svínhóli og Víglundi
Sigurjónssyni frá Kirkjuskógi. Ágætir félagar allir, enda aldrei
nein vandamál á Svalbarða þennan vetur.
75