Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 77

Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 77
Guðnason, sem þá var kennari við Reykjaskóla, og pantaði fyrir mig skólavist. Þar með var það klappað og klárt ca. tíu mínútum eftir að ég hafði fyrst heyrt á skólagöngu minnst. Reykjaskóli átti að byrja fyrsta vetrardag. Bílvegur var kominn út með Hrútafirðinum að Skálholtsvík. Þangað átti að koma bíll til að sækja krakka sem komu sunnan úr Saurbæ og Skarðströnd og þar átti ég, sem var einn úr miðhluta Strandasýslu, að fljóta með. Að sjálfsögðu tók bíllinn svo þá nemendur úr Bæjarhreppnum sem voru í leiðinni. Pabbi og Billi fluttu mig daginn áður í bát inn í Guðlaugsvík. Krakkarnir að sunnan höfðu líka kornið norður yfír Krossárdal og gistum við öll í Víkunum. Morguninn eftir kom svo farkosturinn, tveggja tonna Ford með tréhúsi og palli. Á pallin- um var trékassi með trébekkjum og svolitlum gluggaborum uppi undir þaki, sem sagt dæmigert fólksflutningatæki þessara ára. Inn í þennan kassa var okkur svo troðið með öllu okkar hafur- taski. Síðan var skrönglast af stað, oftast keyrt í fyrsta gír, enda bauð vegurinn ekki upp á hraðakstur. En þetta gekk bara hægt og örugglega og inn að Kjörseyri komum við um miðjan dag. Þaðan vorurn við svo selflutt á lítilli skektu yfir fjörðinn. Ekki held ég að það hafi hvarflað að nokkrum manni að fara að keyra með okkur í kring um fjörð fyrst til var skekta sem tók okkur í bara þremur ferðum og við gátum róið sjálf. Guðmundur Gíslason skólastjóri tók á móti nemendum sínum á tröppum skólans, heilsaði öllum með þéttu handabandi og við kynntum okkur um leið. Guðmundur var þéttur á velli og þéttur í lund og bauð strax af sér góðan þokka. Við bárum öll ómælda virðingu fyrir honum, sum kannski svolítið óttablandna. Búið var að raða nemendum niður í herbergin fyrirfram. Eg hlaut vist á Svalbarða í 6 manna herbergi með tveimur stólum og einu borði. Kojur voru svo þrjár hærri og þrjár lægri. Vistarveru þessari sem mun hafa verið um það bil 12 nr deildi ég með einum Strandamanni, Jóhannesi Péturssyni frá Reykjarfírði og fjórum Dalamönnum; Gesti Guðmundssyni frá Níp, Ketilbirni Magnús- syni frá Tjaldanesi, Jóni Jóhannessyni frá Svínhóli og Víglundi Sigurjónssyni frá Kirkjuskógi. Ágætir félagar allir, enda aldrei nein vandamál á Svalbarða þennan vetur. 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.